Valur Fannar: Vitum ekkert hvað við erum að fara út í Hjalti Þór Hreinsson skrifar 30. júní 2010 08:00 Valur Fannar í leik gegn Fram á sunnudaginn. Fréttablaðið/Valli Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar. Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Fylkismenn eru mættir til Hvíta-Rússlands þar sem þeir mæta Zhodino í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun. „Þetta var bara flug til Berlínar og svo í einn og hálfan tíma til Minsk. Þetta er alls ekki erfitt ferðalag og það væsir ekkert um okkur hér. Þetta lítur allt mjög vel út og betur en margur áætlar. Við vorum reyndar í tvo tíma að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið en það er nokkuð eðlilegt hérna skilst mér,“ sagði fyrirliðinn, Valur Fannar Gíslason. Það er mikið álag á liðinu sem spilaði gegn Grindavík á sunnudag þar sem liðið vann 2-1, það spilar svo á morgun og næst á sunnudaginn. „Sá leikur gæti reyndar verið færður fram á mánudaginn en það skiptir ekki öllu máli, við eigum leik strax á fimmtudeginum eftir það en við vissum alltaf að þetta yrði svona,“ sagði Valur og liðið leikur því fjóra leiki á tólf dögum. Allir skiluðu sér með skó og farangur en liðið æfir í dag en var í fríi í gærkvöldi. Valur veit nákvæmlega ekkert um andstæðinginn og því fara Fylkismenn hálfblindir inn í leikinn. „Þeir hafa unnið tvo leiki af níu í deildinni og eru frekar neðarlega þar. Þeir komust í keppnina af því þeir spiluðu bikarúrslitaleik við BATE en töpuðu samt,“ sagði Valur og bætti við að það væri lítið að finna á Youtube af liðinu. „Það frægasta sem við fundum var að dómari sem dæmdi einu sinni fullur dæmdi leik hjá þeim. Fjalar markmaður fann þetta á Netinu. En annars vitum við það lítið að við ætlum bara að fara rólega inn í leikinn, við vitum að hér er hefð fyrir góðum knattspyrnumönnum." "Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í og byrjum rólega en breytum svo bara ef við þurfum,“ sagði Valur Fannar.
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn