Innlent

Herjólfur vélarvana

Kafarar búa sig nú undir að kanna skemmdir á Herjólfi sem varð vélarvana í innsiglingunni við Vestmannaeyjar. Báturinn er fullhlaðinn fólki og bílum.

Gísli Óskarsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum, er á vettvangi og segir erfiðlega hafa gengið að koma skipinu að bryggju. "Það lítur svo út að hann hafi orðið vélarvana og verið kominn upp í viðlegukant við innsiglinguna."

Einhverjar skemmdir virðast hafa orðið á Herjólfi. „Það voru tveir bátar hér sem ýttu skipinu upp að höfninni og nú eru kafarar að undirbúa sig að kanna skemmdirnar."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×