Lífið

Fimm börn með fimm konum

Lil Wayne getur brosað breitt, enda að minnsta kosti fjögurra barna faðir, jafnvel fimm!
Lil Wayne getur brosað breitt, enda að minnsta kosti fjögurra barna faðir, jafnvel fimm!
Rapparinn Lil Wayne er nýsloppinn úr fangelsi en er nú á leiðinni í réttarsalinn á ný. Á meðan hann sat inni steig nefnilega fram kona sem sagði rapparann hafa grngist við barni sem fæddist fyrir átta árum.

Wayne á fyrir fjögur börn með fjórum konum og dómstóll hefur úrskurðað að hann gangist undir DNA-próf til að ganga úr skugga um hvort barnið sé hans eða ekki. Wayne átti að vera prófaður í september, en sat þá inni, var meira að segja í einangrun, þannig að prófinu var frestað þangað til í desember.

Af Wayne er það annars að frétta að hann er kominn í hljóðver á ný og byrjaður að taka upp lögin sem hann samdi í steininum. Óvíst er hversu mörg þau voru, en Wayne ætlar að veita þeim verðlaun sem nær að giska á fjölda laganna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.