Innlent

Ísafjörður: Framsókn vill auglýsa embætti bæjarstjóra

Albertína Elíasdóttir.
Albertína Elíasdóttir.

Framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ setja það sem skilyrði fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi með sjálfstæðismönnum að starf bæjarstjóra verði auglýst, að sögn Albertínu Elíasdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Fulltrúar flokkanna hittust í gær til að ræða framhaldið og er ákveðið að þeir hittist aftur síðdegis í dag.

Sjálfstæðismenn buðu fram oddvita sinn, Eirík Finn Greipsson, sem bæjarstjóraefni, og ætluðu honum þannig að taka sess Halldórs Halldórssonar, sem á nýliðnu kjörtímabili var bæði bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna.

Albertína segir þreifingarnar við sjálfstæðismenn á viðkvæmu stigi og segir óljóst hvernig þeim reiðir af. Albertína kveðst einnig hafa rætt við Sigurð Pétursson, oddvita Í-listans, í gær og hún muni væntanlega ræða meira við hann. Framsóknarflokkur er í oddaaðstöðu í Ísafjarðarbæ með einn bæjarfulltrúa en D-listi og Í-listi hafa fjóra fulltrúa hvor.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×