Innlent

Fundu kettlinga í pappakassa - verða svæfðir eftir 10 daga

Það var VF.is sem greindi frá málinu.
Það var VF.is sem greindi frá málinu.

Þrír stálpaðir kettlingar fundust lokaðir ofan í pappakassa utan við eitt af fjölbýlishúsunum að Ásbrú í Reykjanesbæ samkvæmt fréttavef Víkurfrétta.

Kettlingarnir eru nú komnir á kattahótelið hjá K-9 í Reykjanesbæ þar sem þeir fá vistun í viku til tíu daga áður en þeir verða svæfðir, nema einhver gefi sig fram sem vill eignast þá.

Þeir sem vilja eignast kisurnar, eina eða allar þrjár, verða að gefa sig fram við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Starfsfólkið þar hefur ekki leyfi til að láta dýrin frá sér, þar sem Heilbrigðiseftirlitið þarf að halda skrá yfir það hvar dýrin fá búsetu og greiða þarf af þeim leyfisgjöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×