Exeter málið gæti frestast vegna álags á dómstólum Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 18:37 Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Vegna álags á dómstólum gætu verið nokkrir mánuðir í að aðalmeðferð hefjist í máli þremenninga sem ákærðir eru fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs til félagsins Exeter Holding, en um er að ræða fyrstu ákærurnar sem sérstakur saksóknari gefur út. Eins og fréttastofa greindi frá í gær hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur. Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs sparisjóðs og Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður sparisjóðsins eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding eftir bankahrunið haustið 2008 og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra tveggja. Lánveiting Byrs til Exeter Holding er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Umboðssvikum er lýst í 249. gr. almennra hegningarlaga en brotið varðar allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Ekki hefur náðst í hina ákærðu, hvorki í dag né í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur er ekki búið að úthluta ákærunum til dómara, en ákærur eru yfirleitt þingfestar hjá dómstólum innan þriggja vikna frá útgáfu þeirra. Gríðarlegar annir eru nú hjá dómstólunum vegna mála sem tengjast falli bankanna og gjaldþrota fyrirtækjum, en einkamálum hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Af þessum sökum gætu nokkrir mánuðir verið í að aðalmeðferð hefjist í mál þremenninganna sem ákærðir eru í Exeter-málinu að því gefnu að ekki séu annmarkar á ákærum sem gætu valdið frávísun þeirra. Rannsókn sérstaks saksóknara er að fullu lokið og hafa hinir ellefu sem grunaðir voru undir rekstri málsins, en voru ekki ákærðir, fengið bréf þess efnis frá embætti sérstaks saksóknara. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að nokkur önnur mál séu mjög langt komin hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Innlent Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. 29. júní 2010 12:15
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22