Lífið

Puzzle fær góða dóma

Hljómsveitin Amiina hefur fengið góða dóma fyrir sína nýjustu plötu.
fréttablaðið/anton
Hljómsveitin Amiina hefur fengið góða dóma fyrir sína nýjustu plötu. fréttablaðið/anton fréttablaðið/anton
Önnur plata Amiinu, Puzzle, hefur fengið góða dóma erlendis að undanförnu. Gagnrýnandi breska tónlistartímaritsins Mojo gefur plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum í einkunn. Sömu sögu er að segja um dagblaðið The Independent sem gefur henni fjórar stjörnur og segir tónlistina fallega og fíngerða.

Góðir dómar um plötuna hafa einnig birst í Frakklandi og víðar í Evrópu. Amiina hefur séð um útgáfu og dreifingu plötunnar erlendis með vel heppnaðri heimasíðu sinni. Þar geta aðdáendur keypt Puzzle á stafrænu formi og á geisladiski.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.