Bæjarstjórinn hvorki sár né reiður 28. febrúar 2010 16:19 „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég," segir Gísli sem var ekki meðal sex efstu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akranesi. „Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
„Ég á erfitt með að svara því. Aftur á móti er ég hvorki sár né reiður," segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, spurður um úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu en hann var ekki meðal sex efstu. „Félagar mínir eru mun leiðari yfir þessu en ég." Gísli sem ekki er bæjarfulltrúi var ráðinn bæjarstjóri eftir kosningarnar 2006. Hann sóttist eftir þriðja sæti í prófkjörinu sem fór fram í gær. Gísli segir að hann hafi vantað þrjú atkvæði til að ná umræddu sæti. Frambjóðendur í næstu sætum hafi fengið fína kosningu og því hafi hann hrapað niður listann. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, hafnaði í fyrsta sæti en Halldór Jónsson, fjármálstjóri, sóttist einnig eftir oddvitasætinu. „Ég var eini frambjóðandinn sem lýsti yfir stuðningi við Gunnar þannig að stuðningsmenn Halldórs Jónssonar settu ekki atkvæði á karlinn," segir Gísli. „Þetta er ágætlega skipaður listi og það hefði líka verið vesen ef karlar hefðu raðast upp í þrjú efstu sætin. Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég varð svolítið undrandi," segir bæjarstjórinn. Gísli fullyrðir að bæjarbúar séu almennt sáttir með störf hans sem bæjarstjóri. Hann njóti stuðnings út fyrir raðir flokksbundinna sjálfstæðismanna. Gísli var um árabil þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn og Samfylkinguna. „Núna klára ég mína vinnu. Henni lýkur samkvæmt samningi við næstu bæjarstjórnarkosningar," segir Gísli. Aðspurður hvort hann vilji starfa áfram sem bæjarstjóri að kosningum loknum segir hann: „Það kemur alveg til greina en það hefur ekki verið rætt."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Bæjarstjóranum á Akranesi hafnað Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra á Akranesi, var hafnað í prófkjöri sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu í gær. Hann var ekki meðal sex efstu. Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, sigraði prófkjörið. 28. febrúar 2010 10:28