Sakaði fréttakonu Rúv um heimsku og vanþekkingu SB skrifar 8. nóvember 2010 14:46 Sofi Oksanen þykir hörð í horn að taka. Mynd/Stefán Karlsson. Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Fréttakonan Linda Blöndal á Rúv lenti í orðaskaki við finnska verðlaunaskáldið Sofi Oksanen á afhendingu norrænu bókmenntaverðlaunana í síðustu viku. Sofi sakaði fréttakonuna um vanþekkingu og heimsku. Spjalli þeirra var útvarpað í Síðdegisútvarpinu á Rás tvö. Heimskulegar spurningar DV birti um helgina útdrátt úr viðtali Lindu Blöndal við Sofi Oksanen og þar féllu meðal annars þessi orð: Linda: Er sagan þá skáldsaga? (e. Fiction) Oksanen: Þetta er skáldsaga! (e. Novel) Og þú veist hvernig skáldsögur eru skilgreindar? Vinsamlegast komdu með einhverjar gáfulegri spurningar ef þú vilt... verða eitthvað. Linda: Þarf ég að vera með gráðu í bókmenntafræði til að spjalla við þig? Oksanen: Nei, þú þarft þess ekki. En þú veist hvað skáldsaga er? Linda: Já, ég veit það. Oksanen: Afhverju ertu þá að spyrja heimskulegra spurninga? Eiríkur Örn Norðdahl. Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl segir dónaskap Sofi Oksanen endurspegla það metnaðarleysi og skort á fagmennsku sem einkenni íslenska menningarumfjöllun.„Því dónaskapur Sofi Oksanen var auðvitað bara sá að taka ekki tillit til þess að Íslendingar spila (fyrir leti sakir) í þriðju deild í menningarmálum - menning á Íslandi er bara innanholur skemmtanaiðnaður sem gengur út á að brosa og þykjast segja eitthvað. Hreyfa varirnar og kinka kolli. Og eini dónaskapurinn sem Sofi Oksanen sýndi Íslendingum var að haga sér einsog maður - dónaskapur hennar voru mannasiðir í fullkomnasta skilningi þess orðs," segir Eiríkur Örn Norðdahl í greininni sem birtist á vefritinu Smugunni. Deilt um grein EiríksEiríkur er búsettur í Finnlandi en hefur oft vakið athygli fyrir beitta samfélagsgagnrýni. Grein Eiríks hefur svo sannarlega vakið athygli og hrist upp í menningarumræðunni á landinu því um þúsund manns hafa deilt henni á Fésbókinni þar sem þekktir rithöfundar líkt og Hallgrímur Helgason og Illugi Jökulsson hafa tjáð sig um gagnrýni Eiríks. Þá hefur þáttastjórnandinn Egill Helgason einnig kvatt sér hljóðs: „Ég þykist reyndar skynja biturð hjá Eiríki vegna þess að bækur hans hafa fengið frekar lélegar viðtökur sumar hverjar, en ég held að fáir höfundar komið oftar í Kiljuna en einmitt hann." Auglýsir eftir snobbiEiríkur Örn segir fólk sem spyr spurninga á borð við „Er bókin persónuleg?" og „Er þetta skáldskapur?" myndi einfaldlega ekki fá vinnu við menningarumfjöllun á stærri miðlum í Evrópu: „og fólk sem sýnir viðmælendum sínum minnimáttarkenndarhroka á borð við að spyrja hvort maður þurfi „bókmenntafræðipróf" til að fá að tala við það, fær ekki vinnu í fjölmiðlum - punktur basta," segir Eiríkur og auglýsir eftir meiri metnaði - jafnvel snobbi. „Á Íslandi er enginn kúltúr fyrir sérþekkingu eða kunnáttu - við höfum lengst af verið svo fá að við hlaupum bara í þau störf sem þarf að vinna, hvort sem að við kunnum þau eða ekki, og vonum að það fari ekki of illa. Við sjáum þetta í stjórnmálastéttinni, fjölmiðlastéttinni, forleggjarastéttinni, viðskiptastéttinni, fræðimannastéttinni, menningarstéttinni - úti um allt: fúsk, fúsk, fúsk og aftur fúsk."Hér má lesa grein Eiríks Arnar í heild sinni og hér fyrir neðan er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við Oksanen úr Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Sofi Oksanen í viðtali: Frjór jarðvegur til að misnota fólk Finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag fyrir skáldsöguna Hreinsun. Í samtali við Fréttablaðið segist hún hafa viljað vekja athygli á sögu eistnesku þjóðarinnar undir járnhæl Sovétríkjanna. 3. nóvember 2010 06:00