Innlent

Húsaleigan tvöfaldast við flutninga

Húsaleigukostnaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands nærri tvöfaldast þegar sveitin flytur úr Háskólabíói yfir í Hörpu á næsta ári.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur undanfarna áratugi leigt aðstöðu í Háskólabíói fyrir tónleikahald. Næsti vetur verður hins vegar sá síðasti.

Í vor mun sveitin flytja í nýja tónlistarhúsið, Hörpu, við hafnarbakkann í Reykjavík sem býður upp á betri aðstöðu og stærri sal heldur en Háskólabíó. Við þessa flutninga nærri tvöfaldast húsaleigukostnaður sveitarinnar.

Á síðasta ári greiddi sveitin 73 milljónir króna í leigu fyrir Háskólabíó. Leigan fyrir Hörpu er nokkuð hærri eða sem nemur 55 milljónum króna. Alls mun sveitin því greiða 128 milljónir króna í leigu á næsta ári.

Ríki og Reykjavíkurborg skipta á milli sín þessum reikningi en framlag ríkisins til sveitarinnar á síðasta ári vegna húsaleigu nam 45 milljónum króna. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu í dag geri ráð fyrir því að framlag ríkisins vegna þess muni hækka í hlutfallslegu samræmi. Það þýðir að ríkið þarf að hækka framlagið úr 45 milljónum króna í 77.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×