Innlent

Sló tönn úr manni fyrir framan kirkju

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður.

Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá mann hnefahöggi móts við Reyðarfjarðarkirkju á Reyðarfirði í febrúar á þessu ári.

Maðurinn var verulega ölvaður þegar hann sló fórnarlambið og bar við minnisleysi. Maðurinn játaði brot sitt greiðlega og var það talið honum til tekna.

Tönn brotnaði í fórnarlambinu og þarf árásarmaðurinn að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×