Innlent

Landsdómur er æðsti dómur

Þingnefnd íhugar hvort draga skuli fyrir dóm ráðherra sem sýndu af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins.
Þingnefnd íhugar hvort draga skuli fyrir dóm ráðherra sem sýndu af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins.
Lög um Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sérhver sá sem dómstóll finnur sekan fyrir afbrot, skuli hafa rétt til að láta æðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsinguna. Svo segir í fyrstu málsgrein 2. greinar í sjöunda viðauka laganna.

Það er þetta ákvæði sem ýmsir málsmetandi menn hafa sagt benda til að ekki sé hægt að nota landsdóm til að dæma fyrrverandi ráðherra Íslands, sem kunna að hafa gerst sekir um vanrækslu í starfi. Ráðherrarnir geti ekki áfrýjað úr landsdómi. Því sé hann ónothæfur.

En í annarri málsgrein sömu greinar segir: Réttur þessi getur verið háður undantekningum þegar um er að ræða minni háttar brot, eftir því sem fyrir er mælt í lögum, eða þegar fjallað var um mál viðkomandi manns á frumstigi af æðsta dómi.

Á þessa málsgrein hefur Ragnhildur Helgadóttir prófessor bent, svo sem lesa mátti í blaðinu á þriðjudag. Samkvæmt öðrum heimildum blaðsins úr heimi lögspekinnar tilgreina fræðiritin þessa grein sem viðeigandi þegar æðstu ráðamenn eru saksóttir fyrir embættisbrot.

Landsdómur er þá fyrrgreindur æðsti dómur, sem fjallar um málið á frumstigi. Slíka dómstóla fyrir ráðamenn megi finna víða. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×