Íslenski boltinn

Stjóri Blikabanana í Motherwell: Hvað varði markmaður okkar mörg skot?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Blikar sækja að marki í gær, án árangurs.
Blikar sækja að marki í gær, án árangurs. Fréttablaðið/Daníel
Breiðablik tapaði fyrir Motherwell í gærkvöldi en tapið batt enda á þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum þetta árið. Stjóri Motherwell var ánægður með sigurinn.

Blikar fengu fjölmörg færi til að skora áður en Motherwell komst skoraði sigurmarkið rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Þjálfarinn var spurður að því hvort úrslitin hefðu ekki farið á annan veg ef Blikar hefðu nýtt eitthvað af fjölmörgum færum sínum í fyrri hálfleik.

"Ég myndi spyrja þig á móti hvað markmaðurinn okkar varði mörg skot?" sagði Craig Brown, stjóri liðsins.

"Þeir litu vel út fyrir framan okkur en þeir komust sjaldan innfyrir og áttu fá skot á markið. Ég verð því að vera mjög stoltur af strákunum."

Þess má geta að Blikar áttu fimmtán skot að marki en aðeins tvö þeirra fóru á markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×