Sergio Agüero segir að ekki skuli taka of mikið mark á því sem fram kemur í fjölmiðlum og að hann hugsi ekki um annað en að spila með Atletico Madrid þessa dagana.
Agüero hefur verið sterklega orðaður við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en félagið hefur verið sagt reiðubúið að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Agüero hefur einnig verið orðaður við önnur stórlið í Evrópu.
„Það eina sem ég hugsa um er að spila fótbolta og einbeita mér að Atletico," sagði hann í samtali við spænska fjölmiðla.
Agüero hefur reyndar átt við þrálát nárameiðsli að stríða á tímabillinu og hefur Atletico ekki gengið eins vel á þessu tímabili og því síðasta.
Atletico keypti Agüero fyrir 20 milljónir punda frá Independiente í Argentínu árið 2006.