Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 12:15 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Lögmaður Styrmis segir ákæru á hendur honum eiga við engin rök að styðjast. Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22