Lögmaður Styrmis: Haldlaus ákæra Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júní 2010 12:15 Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Lögmaður Styrmis segir ákæru á hendur honum eiga við engin rök að styðjast. Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki. Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Ragnar H. Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, telur ákæru á hendur honum haldlausa, en Styrmir er ákærður fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparissjóðsstjóra Byrs og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðsins. Eins og fréttastofa greindi frá í gærkvöldi fyrst fjölmiðla hefur sérstakur saksóknari gefið út sínar fyrstu ákærur, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna 1,1 milljarðs króna láns sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum eftir bankahrunið haustið 2008. Styrmir Þór Bragason er sá þriðji sem er ákærður, en hann er ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti þeirra Jóns Þorsteins og Ragnars. Umboðssvik eru hegningarlagabrot og varða allt að tveggja ára fangelsi en allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Lánveitingin til Exeter Holding er talin hafa valdið Byr sparisjóði miklu fjárhagslegu tjóni, en peningarnir voru nýttir til að kaupa stofnfjárbréf í Byr af MP banka, áðurnefndum Jóni Þorsteini og Birgi Ómari Haraldssyni, fyrrverandi stjórnarmanni í sparisjóðnum. MP banki hafði eignast bréfin eftir veðkall á félagið Húnahorn, sem var í eigu Ragnars sparisjóðsstjóra og nokkurra annarra stjórnenda Byrs. Bankinn eignaðist bréfin eftir að Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði, en MP banki hafði veitt félaginu lán til að fjármagna kaupin á stofnfjárbréfunum. Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, gætir hagsmuna Styrmis Þórs Bragasonar í málinu. Ragnar segir ákæru á hendur Styrmi haldlausa. Hann segist ekki ætla að reka málið í fjölmiðlum, en segir að háttsemi Styrmis hafi falist í því að selja stofnfjárbréf og taka við greiðslu fyrir hönd MP banka. Sala á stofnfjárbréfum og móttaka greiðslu sé ekki refsiverð háttsemi samkvæmt íslenskum lögum. Fréttastofa náði í gær tali af Jóni Þorsteini Jónssyni, en hann var þá nýlentur í Keflavík. Hann hafði ekki fengið ákæru á hendur sér birta og kom því af fjöllum og vildi ekkert tjá sig um málið. Rannsókn málsins er nú lokið hjá sérstökum saksóknara. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rekstri málsins, en ellefu hafa nú fengið bréf um að rannsókn sé lokið og að ekki verði gefin út áæra á hendur þeim. Á meðal þeirra er Auður Arna Eiríksdóttir, fyrrverandi útibússtjóri Byrs og áðurnefndur Birgir Ómar Haraldsson. Ákærur á hendur þremenningunum, Ragnari, Jóni Þorsteini og Styrmi, verða þingfestar á næstu vikum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, eru nokkur önnur mál komin langt hjá embættinu, en hann treystir sér ekki til þess að svara hvenær rannsóknum í þessum málum ljúki.
Tengdar fréttir Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07 Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30 Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Styrmir Þór sá þriðji sem er ákærður Þriðji maðurinn sem er ákærður í fyrstu ákærum sérstaks saksóknara er Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en eins og fréttastofa greindi frá voru fyrrverandi sparissjóðsstjóri og fyrrverandi stjórnaformaður Byrs, auk ónafngreinds þriðja manns, ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 21:07
Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. 28. júní 2010 18:30
Byr krefst skaðabóta Samkvæmt fréttatilkynningu frá Byr hf. hefur verið lögð fram skaðabótakrafa á hendur þeim sem hafa verið ákærðir vegna lánveitinga í Exeter holding málinu. Málið er það fyrsta sem kemst á ákærustig hjá sérstökum saksóknara. 28. júní 2010 22:22