Innlent

"Þetta er mikill áfellisdómur“

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að skýrsla þingmannanefndarinnar sem undanfarna mánuði hefur fjallað um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur fyrir stjórnkerfið, fjármálakerfið og Alþingi. „Þetta er mikill áfellisdómur," sagði Jóhanna eftir þingflokksfund Samfylkingarinnar fyrr í dag. Hún sagðist vona að tillögurnar sem settar eru fram í skýrslunni komi til með að róa almenning.

Jóhanna sagði að afnema hefði átt fyrir löngu lög um landsdóm líkt og Samfylkinging hafi talað fyrir. Það hefði þýtt að ráðherrar fyrrverandi væru ákærðir fyrir almennum dómstólum í stað landsdóms þar sem þingmenn fari í raun með ákæruvaldið.

Fulltrúar allra flokka fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn leggja til að þrír til fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Jóhanna sagði afstöðu Sjálfstæðisflokksins ekki koma á óvart.




Tengdar fréttir

Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm

Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm.

Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi

Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini.

Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin

Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×