Fótbolti

Cristiano Ronaldo meiddist á ökkla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo klórar sér í hausnum í leiknum á mánudagskvöldið.
Cristiano Ronaldo klórar sér í hausnum í leiknum á mánudagskvöldið. Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo er tæpur fyrir leik Real Madrid og Valencia um helgina en hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Barcelona á mánudagskvöldið.

Ronaldo kláraði þó leikinn, sem Barcelona vann 5-0, en hann gat svo ekki æft með liðinu í dag.

Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru en læknar félagsins munu fylgjast náið með honum næstu tvo sólarhringana.

Ronaldo hefur verið í byrjunarliði Real í öllum þrettán deildarleikjum liðsins til þessa, sem og öllum fimm leikjunum í Meistaradeild Evrópu í haust.

Real er sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×