Innlent

Farið fram á lengri gæslu

Gunnar Rúnar færður fyrir dómara 27. ágúst sl.
Gunnar Rúnar færður fyrir dómara 27. ágúst sl. Mynd/Stefán Karlsson

Farið verður að öllum líkindum fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhaldið yfir Gunnari Rúnari rennur út í dag.

Friðrik Smári segir að bæði séu fyrir hendi rannsóknarhagsmunir og almannahagsmunir, svo að reikna megi fastlega með kröfu um framlengingu.

Rannsókn lögreglu á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni stendur enn yfir. Meðal annars er beðið eftir niðurstöðu úr lífsýnum sem send voru til Svíþjóðar.- jss





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×