Landsdómur þarf að velja á milli hjóna 2. nóvember 2010 06:00 Björg Thorarensen Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar. Landsdómur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Ákveðið hefur verið innan Háskóla Íslands að Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, muni taka sæti í landsdómi. Það veldur því að annað hvort hún eða Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og eiginmaður Bjargar, verður að víkja úr sæti dómara þegar landsdómur kemur saman, þar sem hjón mega ekki sitja í dóminum. Björg segir að ekki liggi fyrir hvort þeirra muni á endanum sitja í dóminum. Landsdómur muni taka afstöðu til þess, enda varla þeirra hjóna að ákveða sín á milli hvort þeirra taki sæti. Í lögum um landsdóm segir að í honum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafi og átta menn kjörnir af Alþingi. Þá eiga að sitja í dóminum dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur og prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Eiríkur Tómasson lagaprófessor var þar til nýlega titlaður prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, en með nýlegri breytingu á starfsskyldum hans varð breyting á. Eftir það kom aðeins Björg til greina til setu í dóminum fyrir hönd Háskóla Íslands. Varamaður Bjargar er Benedikt Bogason, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómari. Taki Markús ekki sæti í landsdómi verður einhver af þeim fjórum hæstaréttardómurum sem ekki eiga sæti í dóminum sökum starfsaldurs kallaður til. Ólafur Börkur Þorvaldsson hefur lengsta starfsreynslu þeirra fjögurra. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur næst lengsta starfsreynslu, en þess ber að geta að Geir H. Haarde, sem ákæra á fyrir landsdómi, var settur dómsmálaráðherra þegar hann var skipaður í embætti hæstaréttardómara. Páll Hreinsson hæstaréttardómari kemur ekki til greina til setu í landsdómi þar sem hann sat í rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Fjórði og síðasti dómarinn er Viðar Már Matthíasson, sem skipaður var dómari frá 10. september 2010, en hafði áður verið varadómari í forföllum Páls Hreinssonar.
Landsdómur Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira