Geir vildi að Davíð færi fyrir neyðarstjórn 12. apríl 2010 12:06 Geir vildi að Davíð færi fyrir sérstakri neyðarstjórn. Því hafnaði Össur Skarphéðinsson. Mynd/Anton Brink Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vildi að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008. Þessu hafnaði Össur Skarphéðinsson og þá bað Geir Össur um að gera sér þetta ekki. Geir lýsti tillögu sinni við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefndinni með eftirfarandi orðum: „Já, það er þarna síðdegi eða á sunnudagskvöldi. Það var reyndar hugsað þannig af minni hálfu að þeir þrír aðilar sem helst kæmu að þessu máli, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið, mundu skipa eins konar yfirstjórn vegna þessara nauðsynlegu aðgerða sem þyrfti að grípa til og þá fannst mér eðlilegt að sá maður sem hefði mest „senioritet" af þessum þremur mönnum sem þarna var verið að tala um, sem sagt formaður bankastjórnarinnar, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, ráðuneytisstjóri að sá sem hefði mest „senioritet" yrði formaður [Davíð Oddsson]. Þá kom á daginn, og það stemmir náttúrulega við það sem hafði komið fram á ríkisstjórnarfundinum á föstudeginum, og reyndar kom mér á óvart hversu mikil harka var í því, að iðnaðarráðherrann sagði mér að það kæmi ekki til greina." Geir bað Össur um að gera sér þetta ekki Við skýrslutöku hjá nefndinni sagðist Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafa viljað að Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME, væri hluti af teyminu. Og við biðjum svo um fundarhlé, af því að þarna er Davíð á fundinum, Davíð og Ingimundur voru þarna, og við förum fram Samfylkingarráðherrarnir og segjum að það munum við aldrei samþykkja að Davíð verði formaður hópsins og Össur fer og segir Geir það og hann, honum brá alveg rosalega, bara var mjög brugðið yfir því og held ég að hann hafi sagt, bað hann að gera sér þetta ekki. Björgvin sagði einnig: „Og þá endar þetta á því að fyrst að Davíð var ekki formaður þá var þessi stjórn aldrei skipuð og þá var bara ákveðið að ráðherrarnir sjálfir væru í þessu, þannig að þetta var [...] það síðasta sem við sáum af Davíð, hann bara yfirgaf bústaðinn og í rauninni kom ekkert mikið meira nálægt þessu ferli [...]." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vildi að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008. Þessu hafnaði Össur Skarphéðinsson og þá bað Geir Össur um að gera sér þetta ekki. Geir lýsti tillögu sinni við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefndinni með eftirfarandi orðum: „Já, það er þarna síðdegi eða á sunnudagskvöldi. Það var reyndar hugsað þannig af minni hálfu að þeir þrír aðilar sem helst kæmu að þessu máli, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið, mundu skipa eins konar yfirstjórn vegna þessara nauðsynlegu aðgerða sem þyrfti að grípa til og þá fannst mér eðlilegt að sá maður sem hefði mest „senioritet" af þessum þremur mönnum sem þarna var verið að tala um, sem sagt formaður bankastjórnarinnar, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, ráðuneytisstjóri að sá sem hefði mest „senioritet" yrði formaður [Davíð Oddsson]. Þá kom á daginn, og það stemmir náttúrulega við það sem hafði komið fram á ríkisstjórnarfundinum á föstudeginum, og reyndar kom mér á óvart hversu mikil harka var í því, að iðnaðarráðherrann sagði mér að það kæmi ekki til greina." Geir bað Össur um að gera sér þetta ekki Við skýrslutöku hjá nefndinni sagðist Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafa viljað að Jón Sigurðsson, þáverandi stjórnarformaður FME, væri hluti af teyminu. Og við biðjum svo um fundarhlé, af því að þarna er Davíð á fundinum, Davíð og Ingimundur voru þarna, og við förum fram Samfylkingarráðherrarnir og segjum að það munum við aldrei samþykkja að Davíð verði formaður hópsins og Össur fer og segir Geir það og hann, honum brá alveg rosalega, bara var mjög brugðið yfir því og held ég að hann hafi sagt, bað hann að gera sér þetta ekki. Björgvin sagði einnig: „Og þá endar þetta á því að fyrst að Davíð var ekki formaður þá var þessi stjórn aldrei skipuð og þá var bara ákveðið að ráðherrarnir sjálfir væru í þessu, þannig að þetta var [...] það síðasta sem við sáum af Davíð, hann bara yfirgaf bústaðinn og í rauninni kom ekkert mikið meira nálægt þessu ferli [...]."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira