Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson mun ganga í raðir AGF frá Danmörku fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun frá Fjölni.
Fjölnir sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld um að Aron væri í viðræðum við félagið. Fjölnir og AGF hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á Aroni.
Hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og hefur skorað 12 mörk í 18 leikjum.
Auk þess sem Fjölnir fær pening fyrir Aron munu félögin hefja samstarf sín á milli um að Grafarvogsfélagið geti sent leikmenn út til æfinga.

