Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi 16. janúar 2010 04:00 Ólafur Loftsson, til vinstri, og Gísli Rafn Ólafsson, stjórnendur íslensku rústabjörgunarsveitarinnar, eru nú hluti af samhæfingarteymi Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Fréttablaðið/ValLI „Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
„Menn eru mjög ánægðir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar," sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir fundið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborginni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurnar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean-matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukkan eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á," sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúrulega daprir en hafa tekið okkur mjög vel," sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslendinganna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sameinuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálpargögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda." Ólafur Loftsson, einn stjórnenda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit samhæfi aðgerðir og samstarf björgunarsveita frá ýmsum löndum undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar," sagði Ólafur „en núna einbeitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu." peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira