Festir í sessi fákeppni á mjólkurmarkaði 7. ágúst 2010 05:15 Frumvarp landbúnaðarráðherra hefur töluvert verið gagnrýnt út frá samkeppnissjónarmiðum.fréttablaðið/pjetur Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum sem lagt hefur verið fram. Í fréttatilkynningu um málið segir að með frumvarpinu sé fyrirhugað að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafi hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. „Eins og segir í umsögn okkar gerum við alvarlegar athugasemdir við þessi áform og teljum að gangi þau eftir séu allar líkur á því að það skaði bæði neytendur og bændur. Við leggjumst því gegn frumvarpinu," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og bætir því við að samkeppni sé til þess fallin að halda keppinautum á tánum, lækka verð, auka gæði og hvetja til nýbreytni. Hann segir engum vafa undirorpið að samkeppni á þessum markaði komi neytendum og bændum til góða. Frumvarpið er lagt fram af Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, en er til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, sagði nýverið í samtali við Ríkisútvarpið að samkeppni ætti ekki við á þessum markaði. Spurður um það sjónarmið segir Páll að Samkeppniseftirlitið hafi talsvert skoðað þennan markað á undanförnum árum og minnir á húsleit sem farið var í hjá Mjólkursamsölunni fyrir nokkru síðan. Hann segir að rannsóknir eftirlitsins sýni fram á með óyggjandi hætti að innkoma nýrra aðila inn á markaðinn, eins og gerðist þegar Mjólka hóf mjólkurframleiðslu, hafi mjög góð áhrif á þróun hans og það til góða fyrir neytendur og bændur líka. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins segir að um mikilvægan neytendamarkað sé að ræða. Með því frumvarpi sem um ræðir sé gengið enn lengra en áður í þá átt að takmarka samkeppni á umræddum markaði og þannig séu enn frekar festar í sessi samkeppnishömlur neytendum og bændum til tjóns. Þar kemur enn fremur fram að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings. Páll Gunnar segir að oft sé það þannig þegar fyrirtæki standa í ólögmætu samráði að þá grípi menn til þess ráðs að búa til einhvers konar viðurlagakerfi til þess að tryggja að aðilar samráðsins svíki það ekki. „Við erum að benda á að það eru ákveðin líkindi með slíku og því sem lagt er til í þessu frumvarpi; það er að koma upp viðurlagakerfi. Í þessu tilfelli á að nýta réttarkerfið til að passa upp á það að keppinautar komist ekki inn á markaðinn og það er auðvitað óviðunandi og getur varla komið til greina að eigi rétt á sér."magnusl@frettabladid.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp um breytingar á búvörulögum sem lagt hefur verið fram. Í fréttatilkynningu um málið segir að með frumvarpinu sé fyrirhugað að lögfesta refsifyrirkomulag gagnvart tilteknum rekstraraðilum sem hafi hug á að framleiða mjólkurvörur fyrir íslenska neytendur. „Eins og segir í umsögn okkar gerum við alvarlegar athugasemdir við þessi áform og teljum að gangi þau eftir séu allar líkur á því að það skaði bæði neytendur og bændur. Við leggjumst því gegn frumvarpinu," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og bætir því við að samkeppni sé til þess fallin að halda keppinautum á tánum, lækka verð, auka gæði og hvetja til nýbreytni. Hann segir engum vafa undirorpið að samkeppni á þessum markaði komi neytendum og bændum til góða. Frumvarpið er lagt fram af Jóni Bjarnasyni, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, en er til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Sigurður Ingi Jóhannsson, nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, sagði nýverið í samtali við Ríkisútvarpið að samkeppni ætti ekki við á þessum markaði. Spurður um það sjónarmið segir Páll að Samkeppniseftirlitið hafi talsvert skoðað þennan markað á undanförnum árum og minnir á húsleit sem farið var í hjá Mjólkursamsölunni fyrir nokkru síðan. Hann segir að rannsóknir eftirlitsins sýni fram á með óyggjandi hætti að innkoma nýrra aðila inn á markaðinn, eins og gerðist þegar Mjólka hóf mjólkurframleiðslu, hafi mjög góð áhrif á þróun hans og það til góða fyrir neytendur og bændur líka. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins segir að um mikilvægan neytendamarkað sé að ræða. Með því frumvarpi sem um ræðir sé gengið enn lengra en áður í þá átt að takmarka samkeppni á umræddum markaði og þannig séu enn frekar festar í sessi samkeppnishömlur neytendum og bændum til tjóns. Þar kemur enn fremur fram að íslenskur mjólkurmarkaður hafi mörg einkenni samráðshrings. Páll Gunnar segir að oft sé það þannig þegar fyrirtæki standa í ólögmætu samráði að þá grípi menn til þess ráðs að búa til einhvers konar viðurlagakerfi til þess að tryggja að aðilar samráðsins svíki það ekki. „Við erum að benda á að það eru ákveðin líkindi með slíku og því sem lagt er til í þessu frumvarpi; það er að koma upp viðurlagakerfi. Í þessu tilfelli á að nýta réttarkerfið til að passa upp á það að keppinautar komist ekki inn á markaðinn og það er auðvitað óviðunandi og getur varla komið til greina að eigi rétt á sér."magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira