Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2010 13:30 José Mourinho er nýi kóngurinn af Real Madrid. Mynd/AFP José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira