Sagan, slakt gengi og væntingarnar drógu Mourinho til Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2010 13:30 José Mourinho er nýi kóngurinn af Real Madrid. Mynd/AFP José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
José Mourinho var nú rétt áðan kynntur sem nýr þjálfari spænska liðsins Real Madrid en hann er níundi þjálfari félagsins á sex árum. Mourinho gerði fjögurra ára samning við Real Madrid. „Ég veit ekki hvort ég var fæddur til að þjálfa Real Madrid en ég var fæddur til að vera fótboltaþjálfari og ég elska alvöru verkefni," sagði José Mourinho á blaðamannafundinum. „Ég er José Mourinho og ég breytist ekkert. Ég kem hingað með alla mína kosti og alla mína galla. Ég kem til Real Madrid vegna sögunnar, vegna slaks gengis undanfarin ár og vegna væntinganna sem eru bornar til liðsins. Þetta er einstakt félag og ef maður hefur ekki þjálfað Real Madrid þá má segja að það vanti eitthvað á þjálfaraferilinn," sagði José Mourinho. „Ég hef verið heppinn á mínum ferli og ég er stoltur af því að vera kominn hingað. Ég er mjög spenntur og ég vona að leikmennirnir mínir séu það líka. Það er sem er mest spennandi er ekki að æfa eða spila með Real heldur að vinna með Real," sagði Mourinho. Mourinho er ekki hræddur um að vera rekinn frá Real Madrid eins og margir þjálfarar félagsins á undan honum. „Allir þjálfarar geta búist við því að vera reknir. En ef að þjálfari óttast það að vera rekinn þá truflar það hans vinnu og skapar vandamál. Ég er þjálfari með mikið sjálfstraust og hugsa ekkert um það hvort ég verð rekinn eða ekki," sagði Mourinho. „Fjögur ár er nóg til þess að vinna og byggja upp sterkt lið fyrir nútíð og framtíð. Ég er ekki ánægður með að Pellegrini hafi verið rekinn og er aldrei ánægður með það þegar þjálfari er rekinn. Svona er bara fótboltinn," sagði Mourinho. „Ég hef mikla trú á mínu nýju leikmönnum og ég vona að þeir hafi líka trú á mér. Það sem er mikilvægast er þó ekki leikmennirnir eða þjálfarinn heldur hvernig allir vinna saman. Ef við vinnum saman þá verður ekki erfitt að ná góðum úrslitum," sagði Mourinho og hann sagðist ekki vera í vafa um að honum tækist auðveldlega að sannfæra Cristiano Ronaldo um að vera á sömu blaðsíðu og aðrir i Real-liðinu.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn