Öll lífsýni í manndrápsmálinu ónothæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:00 Gunnar Rúnar Sigurþórsson situr í gæsluvarðhaldi vegna manndrápsins. Mynd/ Stefán. Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag. Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira
Niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sem sendar voru til Svíþjóðar í manndrápsmálinu reyndust allar ónothæfar. Auk játningar hefur ákæruvaldið fótspor á vettvangi auk þess sem bíll sakbornings þekkist á myndbandsupptöku og mun ríkissaksóknari gefa út ákæru fyrir helgi. Rannsóknardeild lögreglunnar fékk í síðustu viku niðurstöður úr lífsýnarannsóknum sérfræðinga í Svíþjóð á munum og öðrum lífsýnum sem lögregla haldlagði í tengslum við rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði þegar Hannesi Þór Helgasyni var ráðinn bani hinn 15. ágúst. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu reyndust allar niðurstöðurnar ónothæfar, þ.e ekki fundust nothæf lífsýni sem munu gagnast við sönnunarfærslu í málinu. Þar er um að ræða blóðleifar á skóm sakbornings, lífsýni á fatnaði og lífsýni á morðvopninu sem sakborningurinn, Gunnar Rúnar Sigurþórsson, hefur játað að hafa losað sig við í smábátahöfninni í Hafnarfirði. Lögreglan taldi sig hins vegar hafa sterkt mál í höndunum og vísaði því til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara á fimmtudaginn. Auk játningar Gunnars Rúnars er lögreglan með útlínur fótspors sem fannst á vettvangi sem stemmir við skó sakborningsins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þekkist Gunnar Rúnar ekki á myndbandsupptöku frá smábátahöfninni, en bíll hans er greinilegur á upptökunni. Auk þess hefur Gunnar Rúnar viðurkennt að upptakan sýni hann vera að losa sig við morðvopnið. Niðurstöður úr geðheilbrigðisrannsóknum liggja ekki fyrir. Gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út á föstudag. Ríkissaksóknari hyggst ekki framlengja gæsluvarðhaldið, sem þýðir að ákæra verður gefin út á morgun eða á föstudag.
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Sjá meira