Innlent

Börn náttúrunnar sýnd í Malaví

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í Börnum náttúrunnar.
Sigríður Hagalín í hlutverki sínu í Börnum náttúrunnar.
Börn náttúrunnar, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, verður sýnd á kvikmyndahátíð í Malaví sem er að hefjast. Þetta er önnur kvikmyndahátíðin sem haldin er í landinu.

Ekkert kvikmyndahús er í höfuðborginni, Lilongwe, en kvikmyndirnar verða sýndar á uppblásnum skermi á útileikvangi i stærstu borg landsins, Blantyre, sex hundruð kílómetra frá höfuðborginni. Á fyrstu kvikmyndahátíðinni í fyrra var hátíðin helguð heimildakvikmyndum og þá lánaði Páll Steingrímsson eintak af mynd sinni „Vatn" til sýninga, segir í tilkynningu frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Börn náttúrunnar kom út árið 1991. Hún er líklegast ein þekktasta kvikmynd Íslendinga og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta kvikmyndin a erlendri tungu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×