„Við getum orðið stórfyrirtæki“ 10. júlí 2010 05:00 Björn Lárus Örvar „Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Við getum orðið stórfyrirtæki á íslenskan mælikvarða innan skamms tíma," segir Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri ORF Líftækni. „Við erum að fara inn á lyfjaþróunarmarkaðinn. Þar erum við í viðræðum við indverska fjárfesta um að fara með okkur í stórt verkefni." ORF Líftækni hefur tvöfaldað fjölda starfsfólks frá hruni. Erlendir fagfjárfestar hafa gefið fyrirtækinu innspýtingu með nokkur hundruð milljóna króna framlagi. Fyrirtækið stefnir á stórfellda akuryrkju þar sem erfðabreytt bygg yrði ræktað til framleiðslu á líftæknivörum. Það eina sem stendur í veginum er úrskurður umhverfis-ráðherra um útiræktunarleyfi, sem Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu. Fyrirtækið framleiðir sérvirk prótein sem fyrirfinnast í mannslíkamanum. Til þessa er fræ byggplöntunnar nýtt sem verksmiðja. Próteinin nýtast til læknisrannsókna, lyfja- og snyrtivöruframleiðslu. Af þeim 130 próteinum sem fyrirtækið framleiðir eru 38 seld til útlanda. Eitt þeirra er selt hér á landi í húðdropum frá Sif Cosmetics, dótturfyrirtæki ORF. Heimsmarkaðurinn með próteinin, ef lyf eru undanskilin, er um einn milljarður Bandaríkjadala á ári, eða um 125 milljarðar króna. Markaðurinn fyrir eitt þeirra próteinlyfja sem þegar er komið á markað er hins vegar 625 milljarðar íslenskra króna á ári. Framleiðsla ORF tengist nýrri læknisfræði, svokallaðri vefjasmíði, þar sem próteinin eru nýtt við líffærasmíði. Þegar hefur verið búin til þvagblaðra. Einnig hjartalokur og vélinda. „Þessu má líkja við að hægt sé að smíða varahluti í menn," segir Björn. - shá
Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira