Forsetinn hefur ákveðið sig Heimir Már Pétursson skrifar 4. janúar 2010 19:32 Frá Bessastöðum síðastliðinn fimmtudag. Mynd/Daníel Rúnarsson Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. Fjórir dagar eru liðnir frá því forseti Íslands fékk Icesave lögin í hendur frá Alþingi. Segja má að forsetinn hafi líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, því töluverðar líkur eru á að stjórnin segi af sér synji forsetinn því að staðfesta lögin. Því geri forsetinn það blasir við ríkisstjórninni að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sem kallar á kosningabaráttu um það mál í sex til tíu vikur. Á meðan myndi varla vera vinnufriður á Alþingi og ríkisstjórnin hefur líka sagt að Icesave lögin séu stór hluti af endurreisn efnahagslífsins samkvæmt hennar áætlunum. Allar líkur eru á að stjórnin tapaði Icesave málinu í kosningum og því alveg eins líklegt að forystumenn hennar telji heppilegra að fara í almennar Alþingiskosningar. Í þeim kosningum yrði afstaða flokka í þessu máli eitt aðal kosningamálið.Forseti getur skipað utanþingsstjórn Útilokað má telja að Samfylking eða Vinstri grænir færu í stjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar en án aðkomu hans er ekki hægt að mynda ríkisstjórn án annars stjórnarflokkanna. Forseti getur tæknilega skipað utanþingsstjórn en hún þyrfti líka að ná í umboð sitt til núverandi þings, þannig að kosningar væru sennilegasta útkoman. Forsetinn fundaði með formönnum stjórnarflokkanna í gær og þar hafa þeir væntanlega greint forseta frá mati sínu á stöðu mála, synji hann lögunum. Forsetinn hefur hins vegar ekki rætt við forystumenn stjórnarandstöðunnar frá því hann fékk lögin afhent.Vilhjálmur Egilsson.Mynd/PjeturMikilvægt að lögin nái fram að ganga Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segja mikilvægt að lögin nái fram að ganga. „Við teljum að herkostnaðurinn að því að bíða og reyna að ná betri samningi sé miklu meiri heldur en að það réttlæti hugsanlegan ávinning." Bretar og Hollendingar hafi beitt sér gegn Íslendingum í aðdraganda málsins. „Við teljum að þeir muni að öllum líkindum taka á ný upp baráttu gegn okkur og þeir geta valdið okkur miklum skaða ef þeir beita sér í málinu," segir Vilhjálmur. Blaðamannafundurinn í beinni á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi Embættismenn á skrifstofu forseta Íslands hafa verið þöglir sem gröfin um áform forsetans í dag. Hins vegar tilkynnti embættið síðdegis að forsetinn boðaði til fréttamannafundar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Bein útsending verður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi frá blaðamannafundi forsetans á morgun klukkan ellefu. Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Forseti Íslands hefur ákveðið hvort hann staðfestir eða synjar Icesave lögunum staðfestingar og greinir frá þeirri ákvörðun í fyrramálið. Töluverðar líkur eru á að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga, synji forsetinn því að staðfesta lögin. Fjórir dagar eru liðnir frá því forseti Íslands fékk Icesave lögin í hendur frá Alþingi. Segja má að forsetinn hafi líf ríkisstjórnarinnar í hendi sér, því töluverðar líkur eru á að stjórnin segi af sér synji forsetinn því að staðfesta lögin. Því geri forsetinn það blasir við ríkisstjórninni að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave sem kallar á kosningabaráttu um það mál í sex til tíu vikur. Á meðan myndi varla vera vinnufriður á Alþingi og ríkisstjórnin hefur líka sagt að Icesave lögin séu stór hluti af endurreisn efnahagslífsins samkvæmt hennar áætlunum. Allar líkur eru á að stjórnin tapaði Icesave málinu í kosningum og því alveg eins líklegt að forystumenn hennar telji heppilegra að fara í almennar Alþingiskosningar. Í þeim kosningum yrði afstaða flokka í þessu máli eitt aðal kosningamálið.Forseti getur skipað utanþingsstjórn Útilokað má telja að Samfylking eða Vinstri grænir færu í stjórn með Sjálfstæðisflokki fyrir kosningar en án aðkomu hans er ekki hægt að mynda ríkisstjórn án annars stjórnarflokkanna. Forseti getur tæknilega skipað utanþingsstjórn en hún þyrfti líka að ná í umboð sitt til núverandi þings, þannig að kosningar væru sennilegasta útkoman. Forsetinn fundaði með formönnum stjórnarflokkanna í gær og þar hafa þeir væntanlega greint forseta frá mati sínu á stöðu mála, synji hann lögunum. Forsetinn hefur hins vegar ekki rætt við forystumenn stjórnarandstöðunnar frá því hann fékk lögin afhent.Vilhjálmur Egilsson.Mynd/PjeturMikilvægt að lögin nái fram að ganga Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segja mikilvægt að lögin nái fram að ganga. „Við teljum að herkostnaðurinn að því að bíða og reyna að ná betri samningi sé miklu meiri heldur en að það réttlæti hugsanlegan ávinning." Bretar og Hollendingar hafi beitt sér gegn Íslendingum í aðdraganda málsins. „Við teljum að þeir muni að öllum líkindum taka á ný upp baráttu gegn okkur og þeir geta valdið okkur miklum skaða ef þeir beita sér í málinu," segir Vilhjálmur. Blaðamannafundurinn í beinni á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi Embættismenn á skrifstofu forseta Íslands hafa verið þöglir sem gröfin um áform forsetans í dag. Hins vegar tilkynnti embættið síðdegis að forsetinn boðaði til fréttamannafundar á Bessastöðum klukkan ellefu í fyrramálið. Bein útsending verður á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi frá blaðamannafundi forsetans á morgun klukkan ellefu.
Tengdar fréttir Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31 Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13 Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00 Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Forseti hefur rætt við forystumenn stjórnarflokkanna Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fundaði í gær með Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í sitt hvoru lagi vegna Icesave laganna. 4. janúar 2010 15:31
Erlendir fréttamenn á leiðinni vegna Icesave Fjármálaráðherra Bretlands segir afar mikilvægt að forseti Íslands staðfesti Icesave lögin, þótt hann geri sér grein fyrir að málið sé Íslendingum erfitt. Ekki liggur fyrir hvenær forsetinn ákveður sig, en alveg eins má búast við að það gerist í dag. Áhugi erlendis er mikill á málinu en fréttastofu er kunnugt um að erlendir fréttamenn séu á leiðinni til landsins til þess að fjalla um málið. 4. janúar 2010 13:13
Synjun gæti valdið pólitískri upplausn Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. 4. janúar 2010 03:00
Ólafur boðar til blaðamannafundar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað til blaðamannafundar á Bessastöðum á morgun klukkan 11. Óvissa hefur ríkt um hvað hvernig forsetinn mun bregðast við í Icesave málinu. Fjórir sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist Ólafur ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í fyrradag tók hann á móti undirskriftum Indefence hópsins þar sem skorað er á hann að synja lögunum staðfestingar. 4. janúar 2010 17:19