Innlent

Smáhýsi halda utangarðsfólki frá fangelsi

Velferðarráð samþykkti í dag að auka þjónustu og stuðning við íbúa smáhýsa á Granda í Reykjavík.

Þetta er ákveðið í kjölfar úttektar á húsunum og könnunar á upplifun íbúa.

Velferðarráð vill tryggja sólarhringsþjónustu við íbúana, en eftirliti var talið ábótavant.

Almennt er þó reynslan af smáhýsunum talin vera góð; þar þar hefur utangarðsfólk fengið heimili og lífsgæði þeirra batnað.

Þá segir í úttektinni að gistinóttum í fangageymslum lögreglu hafi fækkað, eftir að hýsin voru tekin í notkun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×