Lífið

Dorrit er alltaf jafn ungleg

Sjarmerandi Dorrit Moussaieff forsetafrú aðstoðaði Sólveigu Eiríksdóttur við létta sýnikennslu í matargerð. 
fréttablaðið/valli
Sjarmerandi Dorrit Moussaieff forsetafrú aðstoðaði Sólveigu Eiríksdóttur við létta sýnikennslu í matargerð. fréttablaðið/valli
Sólveig Eiríksdóttir matreiðslumaður og Dorrit Moussaieff forsetafrú héldu létta sýnikennslu í matargerð á veitingastaðnum Gló í fyrrakvöld. Námskeiðið tengist alþjóðlegu athafnavikunni sem hefst í næstu viku og á meðal þess sem þær stöllur buðu upp á var fagurgrænn heilsudrykkur.

Sólveig er talsmaður athafnavikunnar og segir hún sýnikennsluna hafa gengið vonum framar og segir forsetafrúna hafa staðið sig með prýði. „Þetta gekk rosalega vel og Dorrit er svo sjarmerandi að það heilluðust allir af henni. Hún er frjálsleg og skemmtileg en heldur alltaf virðingu sinni.“

Sólveig og forsetafrúin báru fram grænan safa sem innihélt grænkál, gúrku, epli og myntu svo fátt eitt sé nefnt og rann hann ljúflega niður kverkar gestanna. „Dorrit drakk fullt glas sjálf og fannst drykkurinn mjög góður. Maður sér á henni að hún hlýtur að lifa mjög heilbrigðu lífi, hún lítur alveg rosalega vel út og ég hélt hún væri miklu yngri en hún er,“ segir Sólveig að lokum. Uppskriftina að safanum má nálgast á vefsíðunni www.lifraent.is. - sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.