Skeljungur gefst upp á mótbyr í Hrútafirði 21. desember 2010 06:00 „Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Það er með þungum huga sem ég rita þér þetta bréf." Þannig hefst bréf forstjóra Skeljungs, Einars Arnar Ólafssonar, til íbúa í Bæjarhreppi varðandi áform félagsins um byggingu söluskála í Hrútafirði. Í bréfi Einars kemur fram að Skeljungur sé hættur við að reisa söluskálann eftir að hafa reynt án árangurs í fjögur ár að fá framkvæmdina afgreidda í sveitarstjórn Bæjarhrepps. Rekur hann málið frá því að Skeljungur óskaði fyrst eftir því í október 2006 að fá samþykkt breytt deiliskipulag sem gert hefði félaginu kleift að reisa söluskálann í landi Fögrubrekku, skammt suður af þeim stað þar sem N1 byggði síðan nýjan Staðarskála. Segir forstjórinn frá því að meirihluti hreppsnefndarinnar hafi sætt utanaðkomandi þrýstingi og á margvíslegan hátt hindrað framgang málsins. „Í ferlinu hafa málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaganna verið þverbrotnar í nánast hverju einasta skrefi," skrifar Einar íbúum Bæjarhrepps. „Á meðan hefur N1 [eigandi Staðarskála] notið góðs af einokunarstöðu sinni á svæðinu og staða þeirra styrkst." Þá segir Einar að forsvarsmenn Bæjarhrepps hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til þess að sporna við starfsemi Skeljungs í hreppnum og brotið bæði stjórnsýslulög og samkeppnislög á grófan hátt. Fyrirtækið ætli nú að leita á önnur mið. Þótt Skeljungur hafi lagt ótal vinnustundir og mikla fjármuni í verkefnið hyggist félagið ekki gera skaðabótakröfu á hendur hreppnum enda myndi það á endanum koma niður á íbúum hans. Einar bendir á að Sigurður Kjartansson, þáverandi og núverandi oddviti Bæjarhrepps, hafi sagt á hreppsnefndarfundi í byrjun febrúar síðastliðins að auglýsing nýs skipulags yrði látin bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Ekkert hafi gerst síðan. Hvorki hefur náðst í Sigurð Kjartansson né Jóhann Ragnarsson varaoddvita undanfarna daga. Á fundi í hreppsnefndinni á sunnudag var forsvarsmönnum hreppsins falið að hafa samband við Skeljung hið fyrsta. Eftir fundinn spurðu íbúar sem voru viðstaddir hvaða skilaboð hreppurinn færi með til Skeljungs. Jóhann Ragnarsson varaoddviti svaraði að það væri ekki mál fyrirspyrjendanna. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira