Ragnheiður Elín: Best að boða til kosninga 27. júlí 2010 13:47 Ragnheiður Elín segir að boða eigi til kosninga Mynd/Vilhelm Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að skoða möguleikana í stöðunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, óttast það fordæmi sem skapast ef ríkisstjórnin reynir að grípa inn í samninginn og ógilda hann. „Við erum þannig stödd hér á Íslandi að við þurfum að koma verðmætasköpun og hagvexti í gang og til þess að gera það þurfum við fjárfestingu bæði frá erlendum og innlendum aðilum. Og ef ríkisstjórnin ætlar að viðhafa þau vinnubrögð að grípa inn í og breyta reglum afturvirkt, tel ég að það verði ekki til að auka áhuga hvorki innlendra né erlendra fjárfesta í atvinnusköpun hér á landi." Ragnheiður Elín segir að með lagasetningunni árið 2008 hafi opinbert eignarhald á auðlindum landsins verið tryggt. Hún telur sjálfsagt að ræða um atriði eins og lengdina á leigutímanum, forkaupsréttaratriði og annað slíkt. „...en ef menn ætla að fara að ógilda samninga sem þeir eiga ekki aðkomu að sjálfir þá finnst mér við vera á hættulegri braut." Ragnheiður Elín segir ríkisstjórnina óstarfhæfa. Magma málið sé dæmi um það. Þarf að boða til nýrra kosninga? „Það væri auðvitað best að boða til kosninga. Það sér það hver maður að þessi ríkisstjórn sem nú situr er óstarfhæf. Vinstri grænir hafa svo lengi í þessu samstarfi beygt sig undir vilja samstarfsflokksins og núna með því að setja fram svona hótanir þá eru þeir allavegana hluti kominn á bjargbrúnina, þú getur ekki endalaust sett fram hótanir nema að standa við þær," segir Ragnheiður Elín. Erfið verkefni séu framundan í haust, til dæmis fjárlagagerðin, og ef ríkisstjórnin geti ekki klárað þetta mál geti hún ekki tekið á öðrum málum sem brýnt er að taka á. Það þurfi að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að skoða möguleikana í stöðunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, óttast það fordæmi sem skapast ef ríkisstjórnin reynir að grípa inn í samninginn og ógilda hann. „Við erum þannig stödd hér á Íslandi að við þurfum að koma verðmætasköpun og hagvexti í gang og til þess að gera það þurfum við fjárfestingu bæði frá erlendum og innlendum aðilum. Og ef ríkisstjórnin ætlar að viðhafa þau vinnubrögð að grípa inn í og breyta reglum afturvirkt, tel ég að það verði ekki til að auka áhuga hvorki innlendra né erlendra fjárfesta í atvinnusköpun hér á landi." Ragnheiður Elín segir að með lagasetningunni árið 2008 hafi opinbert eignarhald á auðlindum landsins verið tryggt. Hún telur sjálfsagt að ræða um atriði eins og lengdina á leigutímanum, forkaupsréttaratriði og annað slíkt. „...en ef menn ætla að fara að ógilda samninga sem þeir eiga ekki aðkomu að sjálfir þá finnst mér við vera á hættulegri braut." Ragnheiður Elín segir ríkisstjórnina óstarfhæfa. Magma málið sé dæmi um það. Þarf að boða til nýrra kosninga? „Það væri auðvitað best að boða til kosninga. Það sér það hver maður að þessi ríkisstjórn sem nú situr er óstarfhæf. Vinstri grænir hafa svo lengi í þessu samstarfi beygt sig undir vilja samstarfsflokksins og núna með því að setja fram svona hótanir þá eru þeir allavegana hluti kominn á bjargbrúnina, þú getur ekki endalaust sett fram hótanir nema að standa við þær," segir Ragnheiður Elín. Erfið verkefni séu framundan í haust, til dæmis fjárlagagerðin, og ef ríkisstjórnin geti ekki klárað þetta mál geti hún ekki tekið á öðrum málum sem brýnt er að taka á. Það þurfi að koma á starfhæfri ríkisstjórn.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira