Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá 17. maí 2010 18:52 Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira