Félögum múslima gert að sameinast um eina mosku 9. desember 2010 06:45 Hluti af vandanum er að borgin á ekki margar hentugar lóðir fyrir moskur, segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tvö félög múslima vilja fá lóð undir mosku í Reykjavík. Borgaryfirvöld hyggjast aðeins útvega eina lóð fyrir mosku og vilja að félögin sameinist um bænahúsið. „Við erum náttúrlega ekki að fara að úthluta tveimur lóðum fyrir moskur strax og finnst eðlilegt að þeir geti sameinast um að byggja sér mosku," segir Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Það eru Félag múslima og hið nýja Menningarsetur múslima á Íslandi sem óska eftir lóðum fyrir mosku. Páll bendir á að Félag múslima hafi nú í tíu ár sótt um lóð. „Það hefur verið alls kyns tregða á því. Hluti af vandanum er að Reykjavíkurborg liggur ekki á mörgum lóðum sem henta fyrir moskur og þannig er enn þó að það sé verið að höggva á þann hnút," segir Páll, sem kveðst búast við að fljótlega á komandi ári verði málið afgreitt á einn eða annan veg, með synjun eða úthlutun. Einar Páll Tamimi, lögmaður Félags múslima, segir kröfu borgaryfirvalda stangast á við stjórnsýslulög. „Borgaryfirvöld hafa úthlutað kristnum söfnuðum lóðum til byggingar tilbeiðsluhúsa án þess að gera kröfu um að mismunandi kristin trúfélög sameinist um nýtingu slíkra lóða, og ljóst er að ekki verða með réttu gerðar aðrar kröfur til múslimskra trúfélaga heldur en kristinna," segir í bréfi lögmannsins til skipulagsyfirvalda. Í lóðaumsókn Menningarseturs múslima sem keypti á dögunum tónlistarhúsið Ými virðist ranglega litið svo að múslimum hafi þegar verið úthlutað lóð fyrir mosku. Þar segir að formaður Félags múslima, Salmann Tamimi, geti ekki sætt sig við að bæði félögin hafi fengið lóðina. „Að sjálfsögðu fer lóðin til allra múslima á Íslandi en ekki einungis hluta þeirra og þetta hefur viðkomandi þótt erfitt að kyngja," skrifar Karim Askari, varaformaður Menningarseturs múslima, í lóðaumsókn þess félags. Ágreiningur hefur verið milli hópanna tveggja. - gar
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira