Hækka laun varaborgarfulltrúa Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2010 12:13 Laun 1. varaborgarfulltrúa verða hækkuð. Mynd/ GVA. Laun 1. varaborgarfulltrúa verða hækkuð frá og með 1. september síðastliðnum. Þá munu þeir fá greidd 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa með sömu ákvæðum um álagsgreiðslum, skerðingum og starfsaðstöðu og áður giltu. Með þessu er fallið frá breytingum á kjörum og starfsaðstöðu fyrstu varaborgarfulltrua sem tóku gildi við upphaf þessa kjörtímabils um að fyrstu varaborgarfulltrúar fengju greitt fyrir störf sín með sama hætti og aðrir kjörnir fulltrúar en borgarfulltrúar. Tillaga um þetta var samþykkt á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar á föstudag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, mótmælti tillögunni. Hún sagði í bókun sem hún lagði fram að launahagræðing hefði náðst með sanngjörnum hætti á síðasta ári. „Það vekur furðu að þrátt fyrir þá góðu samstöðu sem um þessar breytingar náðist, skuli meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nú ákveða að hækka laun 1. varaborgarfulltrúa verulega," segir Hanna Birna í bókuninni. Hún tók þó fram að breytingin næði einungis til nokkurra aðila og upphæðin ekki há í samhengi hlutanna en aðgerðin væri táknræn um ranga forgangsröðun. Borgarfulltrúarnir Björk Vihlemsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Einar Örn Benediktsson sögðu þá að nefndum borgarinnar hafi fækkað í upphafi kjörtímabilsins og það kæmi til móts við kostnaðarauka. „Hefð er fyrir því að fyrstu varaborgarfulltrúar sinni miklu starfi, enda þurfa þeir ætið að vera til taks. Starfsskyldur þeirra hafa ekki breyst og því er ekki sanngjarnt að þeir falli út af föstum launum eins og áður hafði verið samþykkt," segir í bókun þremenninganna. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Laun 1. varaborgarfulltrúa verða hækkuð frá og með 1. september síðastliðnum. Þá munu þeir fá greidd 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa með sömu ákvæðum um álagsgreiðslum, skerðingum og starfsaðstöðu og áður giltu. Með þessu er fallið frá breytingum á kjörum og starfsaðstöðu fyrstu varaborgarfulltrua sem tóku gildi við upphaf þessa kjörtímabils um að fyrstu varaborgarfulltrúar fengju greitt fyrir störf sín með sama hætti og aðrir kjörnir fulltrúar en borgarfulltrúar. Tillaga um þetta var samþykkt á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar á föstudag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, mótmælti tillögunni. Hún sagði í bókun sem hún lagði fram að launahagræðing hefði náðst með sanngjörnum hætti á síðasta ári. „Það vekur furðu að þrátt fyrir þá góðu samstöðu sem um þessar breytingar náðist, skuli meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar nú ákveða að hækka laun 1. varaborgarfulltrúa verulega," segir Hanna Birna í bókuninni. Hún tók þó fram að breytingin næði einungis til nokkurra aðila og upphæðin ekki há í samhengi hlutanna en aðgerðin væri táknræn um ranga forgangsröðun. Borgarfulltrúarnir Björk Vihlemsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Einar Örn Benediktsson sögðu þá að nefndum borgarinnar hafi fækkað í upphafi kjörtímabilsins og það kæmi til móts við kostnaðarauka. „Hefð er fyrir því að fyrstu varaborgarfulltrúar sinni miklu starfi, enda þurfa þeir ætið að vera til taks. Starfsskyldur þeirra hafa ekki breyst og því er ekki sanngjarnt að þeir falli út af föstum launum eins og áður hafði verið samþykkt," segir í bókun þremenninganna.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira