Innlent

Ofurbakterían skýrist að hluta af ofnotkun sýklalyfja

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Mikið er rætt um svokallaðrar ofurbakteríur í breskum fjölmiðlum um þessar mundir. Bakterían er ónæm fyrir sýklalyfjum og hefur greinst á sjúkrahúsum í Bretlandi og í fleiri löndum. Sóttvarnalæknir segir vandamálið meðal annars til komið vegna mikillar sýklalyfjanotkunnar. Hann bindur vonir við að bólusetningar við eyrnabólgu í börnum sem hefja á hér á landi dragi úr notkun sýklalyfja.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur að undanförnu fjallað ítarlega um málið. Þar segir meðal annars að þótt aðeins 50 tilfelli af bakteríunni hafi verið staðfest í Bretlandi óttist sumir vísindamenn að bakertían geti orðið að heimsfaraldri.

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, segir að bakteríur sem þessar séu vel þekktar. „Það er mikið fjallað um þetta í breskum fjölmiðlum sem kalla þetta ofurbakteríur en þetta eru bakteríur eins og hverjar aðrar nema þær skemma fyrir noktun sýklalyfja. Við köllum þetta fjölónæmarbakteríur. Við þekkjum þær vel og höfum áhyggjum af þessu. Þetta berst milli landa og við verðum að gæta okkar og sérstaklega þurfum við að gæta að sýkingarvörnum á sjúkrahúsum."

Haraldur segir að hluti vandans sé falinn í mikilli sýklalyfjanotkun. Hér á landi hafa nokkrir læknar mjög varað við því sem þeir kalla ofnotkun sýklalyfja, einkum meðal ungra barna með eyrnabólgu. Ofnotkunin dragi úr virkni sýklalyfjanna og auki þar með vandann.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×