Ágreiningur um hernaðaryfirbragð 7. desember 2010 06:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, á tali við íslenska friðargæsluliða á flugvellinum í Kabúl í mars 2008. Fréttablaðið/Guðsteinn Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Nokkurrar togstreitu gætti milli bandaríska sendiráðsins hér á landi og íslenskra stjórnvalda um þátttöku Íslendinga í friðargæslustörfum í Afganistan á árunum 2006 til 2008, samkvæmt frásögnum sendiherrans í skeytum til stjórnvalda í Washington. Íslendingar vildu draga úr hernaðaryfirbragði starfseminnar, en Bandaríkjamönnum þótti það glapræði. „Sendiráðið telur að „mýkri" stefna íslensku stjórnarinnar í máli friðargæslunnar séu skynsamleg viðbrögð við áhyggjum almennings, en því fylgir sú áhætta að boðið sé upp á óraunhæf loforð um að friðargæslu sé hægt að gera örugga frekar en bara öruggari," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, í skýrslu frá í nóvember 2006. Hún segir að umfjöllun íslenskra fjölmiðla hafi átt þátt í að draga upp þá mynd af íslenskum friðargæsluliðum, að þar væru á ferðinni „ofvaxnir unglingar í hermannaleik, og spyrja sumir hvort íslenskur her hafi verið stofnaður án vitundar almennings". Í kaldhæðnislegri millifyrirsögn lýsir sendiherrann afstöðu Íslendinga eins og hún kemur henni fyrir sjónir: „Engar byssur, takk - við erum Íslendingar." Haft er eftir starfsmönnum utanríkisráðuneytisins að þeir telji almenning á Íslandi ekki undir það búna að íslenskur friðargæsluliði láti lífið, „sem myndi vekja spurningar um tilgang þessa starfs og hvort við ættum að vera að standa í þessu", eins og einn orðar það. Minnst er á harmleikinn í Kjúklingastræti í Kabúl árið 2004, þegar nokkrir íslenskir friðargæsluliðar urðu fyrir árás sem kostaði tvö mannslíf. „Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu sagðist ósáttur við það hvernig tekið hefur verið á atvikinu í Kjúklingastræti, og trúði sendiherranum fyrir því að þeir sem fóru með málið hafi reynt að sópa vandamálinu undir teppið," skrifar van Voorst. Árið 2007 ræðir hún þessi mál aftur við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem þá var orðin utanríkisráðherra, og Geir Haarde forsætisráðherra. Hún segir þau hafa haft nokkurn áherslumun í utanríkismálum, en Ingibjörg hafi hlustað á rök fyrir því að Íslendingar taki áfram þátt í uppbyggingarstarfi í Afganistan, „þótt augljós varfærni hennar gagnvart öllum tengslum Íslendinga við hernaðarstörf þýði að við þurfum enn að vinna að því að sannfæra hana um að framlengja þátttökuna áður en vetur skellur á". Eftir að kreppan skall á haustið 2008 skýrði Ingibjörg síðan frá því að friðargæsluliðar myndu einungis í undantekningartilvikum bera vopn. Sendiherrann telur þetta misráðið og segir þessa breyttu stefnu sýna að menn átti sig ekki á því að „þetta dregur verulega úr gildi stuðnings Íslands við fjölþjóðalið NATO í Afganistan". gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira