Innlent

Ökumaður stöðvaður eftir keyrslu á 142 km hraða í Álftafirði

Lögreglan á Ísafirði stöðvaði í nótt ökumann, eftir að hafa mælt bíl hans á 142 kílómetra hraða í Álftafirði við Ísafjarðardjúp.

Hann gaf þá skýringu á hraðanum, að hann væri að missa af báti, sem væri að fara í róður frá Bolungarvík. Og það er eins gott að sá róður gefi eitthvað af sér því hann var sektaður um 90 þúsund krónur og fékk auk þess þrjá punkta í ökuferilsskránna.

Hraðakstur er sérstaklega hættulegur á Vestfjörðum þar sem sauðfé hefur nær ótakmarkaðan aðgang að þjóðvegunum þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×