Íslendingur í Madrid: Það eru allir á bleiku skýi Boði Logason skrifar 12. júlí 2010 14:06 Gríðarleg fagnaðarlæti voru í Madridar-borg í nótt. Fagnaðarlætin munu svo halda áfram í kvöld þegar að hetjurnar munu keyra um borgina í rútu. Mynd/AFP „Þetta var algjör geðveiki, það var þvílíkt partý í gangi alla nóttina," segir Bryndís Harðardóttir, sem býr í höfuðborg Spánar, Madrid. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær. Þetta er í fyrsta skiptið sem Spánverjar verða heimsmeistarar í knattspyrnu og fögnuðu heimamenn ákaft eftir að Andrés Iniesta skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Fagnaðarlætin stóðu langt fram eftir nóttu. „Þegar leikurinn var í gangi þá var bara enginn út á götu, það voru bara allir að horfa á hann. Þegar að leikurinn var búinn var fólk að príla upp á götuljósum, dansa í gosbrunnum og keyra um á bílum flautandi með hausinn út um gluggann. Ég sá svo tvo gaura færa leigubíl með leigubílstjórann inn í honum. Fólk var að missa sig," segir Bryndís. Í dag eru Spánverjar í góðu skapi segir hún og boðið sé upp á öl hvert sem farið er. „Það eru allir klæddir rauðu í dag og allir með spænska fánann út á svölum hjá sér, það er mjög vinalegt. Það eru allir á bleiku skýi," segir Bryndís. Hetjurnar munu svo keyra um götur Madridar í rútu klukkan sjö í kvöld að staðartíma. „Nú er fólk bara að bíða eftir því að þeir komi til landsins til að hylla þá. Þessir menn eru bara goð í dag, það vilja allir berja þá augum. Það verður áfram brjálað partý í kvöld," segir Bryndís sem er búsett í miðborg Madridar. „Ætli maður fari ekki út á stétt og gefi þeim "high-five", þetta verður ótrúlega skemmtilegt held ég." Fátt annað hefur komist að í fjölmiðlum landsins í dag en sigurinn á Hollendingum segir Bryndís. „Það eru allir komnir með nóg af þessu krepputali, einhverjir hafa talað um að Spánverjar séu að fara sömu leið og Grikkir, núna er það bara hætt. Ég hugsa að þetta eigi bara eftir að hjálpa hagkerfinu ótrúlega mikið, það eru allir svo glaðir og eyða peningum," segir Bryndís að lokum. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
„Þetta var algjör geðveiki, það var þvílíkt partý í gangi alla nóttina," segir Bryndís Harðardóttir, sem býr í höfuðborg Spánar, Madrid. Spánverjar unnu Hollendinga í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í gær. Þetta er í fyrsta skiptið sem Spánverjar verða heimsmeistarar í knattspyrnu og fögnuðu heimamenn ákaft eftir að Andrés Iniesta skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Fagnaðarlætin stóðu langt fram eftir nóttu. „Þegar leikurinn var í gangi þá var bara enginn út á götu, það voru bara allir að horfa á hann. Þegar að leikurinn var búinn var fólk að príla upp á götuljósum, dansa í gosbrunnum og keyra um á bílum flautandi með hausinn út um gluggann. Ég sá svo tvo gaura færa leigubíl með leigubílstjórann inn í honum. Fólk var að missa sig," segir Bryndís. Í dag eru Spánverjar í góðu skapi segir hún og boðið sé upp á öl hvert sem farið er. „Það eru allir klæddir rauðu í dag og allir með spænska fánann út á svölum hjá sér, það er mjög vinalegt. Það eru allir á bleiku skýi," segir Bryndís. Hetjurnar munu svo keyra um götur Madridar í rútu klukkan sjö í kvöld að staðartíma. „Nú er fólk bara að bíða eftir því að þeir komi til landsins til að hylla þá. Þessir menn eru bara goð í dag, það vilja allir berja þá augum. Það verður áfram brjálað partý í kvöld," segir Bryndís sem er búsett í miðborg Madridar. „Ætli maður fari ekki út á stétt og gefi þeim "high-five", þetta verður ótrúlega skemmtilegt held ég." Fátt annað hefur komist að í fjölmiðlum landsins í dag en sigurinn á Hollendingum segir Bryndís. „Það eru allir komnir með nóg af þessu krepputali, einhverjir hafa talað um að Spánverjar séu að fara sömu leið og Grikkir, núna er það bara hætt. Ég hugsa að þetta eigi bara eftir að hjálpa hagkerfinu ótrúlega mikið, það eru allir svo glaðir og eyða peningum," segir Bryndís að lokum.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira