Innlent

SA um sveitarfélögin: Gætu hagrætt um 20 milljarða

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Sveitarfélögin á landinu hafa verulegt svigrúm til þess að bæta rekstur sinn að mati Samtaka atvinnulífsins. Í grein á heimasíðu samtakanna segir að sveitarfélög verði að setja sér haldgóðar fjármálareglur sem tryggi eftir föngum hallalausan rekstur þeirra. Í tillögum SA að umbótum í fjármálum hins opinbera er fullyrt að hægt sé að hagræða á vettvangi sveitarfélaga fyrir um 20 milljarða á ári.

Í greininni er einnig vikið að samkomulagi ríkis og sveitarfélaga um flutning málefna fatlaðra um næstu áramót og sagt að staða og stærð sveitarfélaga á landinu gefi ekki tilefni til þess að flytja „veruleg og viðkvæm verkefnasvið til þeirra frá ríkinu."

Greinin á heimasíðu SA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×