Lífið

Íslensk dansmynd til Hollands

Júlíannna leikstýrir dans-stuttmyndinni Retrograde sem hefur verið valin á kvikmyndahátíð í Hollandi.
fréttablaðið/valli
Júlíannna leikstýrir dans-stuttmyndinni Retrograde sem hefur verið valin á kvikmyndahátíð í Hollandi. fréttablaðið/valli
Íslenska dans-stuttmyndin Retrograde hefur verið valin á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam í Hollandi sem fer fram 9. til 12. desember. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sérhæfir sig í dansi. Myndin verður einnig sýnd á smærri hátíð í Vínarborg í lok nóvember.

„Það er mjög mikill heiður að hafa komist þarna inn. Við erum rosalega ánægð með þetta,“ segir leikstjórinn Júlíanna Lára Steingrímsdóttir. Myndin varð til sem hliðarafsprengi af danssýningunni Aftursnúið sem Menningarfélagið setti upp hjá Leikfélagi Akureyrar í vor. Tónlist myndarinnar er eftir Lydíu Grétarsdóttur og danshöfundar voru Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir. Júlíanna sá einnig um myndatöku, klippingu, búninga og sviðsmynd.

„Við erum að spá í sorgarferlið í þessari mynd og hvernig fólk reynir að komast á réttan kjöl eftir áfall. Við tökum fyrir fimm stig sorgarferlisins og vinnum með það, bæði í sýningunni og svo aftur í stuttmyndinni,“ segir Júlíanna, sem gekk til liðs við Menningarfélagið eftir að hafa stundað nám í London. Retrograde var útskriftarverkefni hennar þaðan. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.