Fótbolti

Sigurganga Hearts á enda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Hann lék sem hægri bakvörður í dag.
Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearts. Hann lék sem hægri bakvörður í dag. Nordic Photos / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn er Hearts gerði 1-1 jafntefli við Inverness CT í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Þar með lauk sex leikja sigurgöngu Hearts í skosku úrvalsdeildinni en liðið er í þriðja sætinu með 33 stig, fimm stigum á eftir toppliði Rangers sem á tvo leiki til góða.

Celtic er í öðru sæti með 35 stig en á einnig tvo leiki til góða.

Fjórum leikjum í deildinni var frestað í dag vegna veðurs en tveir fóru fram. Í hinum vann Kilmarnock 2-1 sigur á HIbernian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×