Innlent

Ræða meirihlutamyndun í Grindavík

Framsóknarflokkurinn bætti við sig tveimur bæjarfulltrúm í Grindavík í kosningunum. Bryndís Gunnlaugsdóttir er oddviti framsóknarmanna í bæjarfélaginu.
Framsóknarflokkurinn bætti við sig tveimur bæjarfulltrúm í Grindavík í kosningunum. Bryndís Gunnlaugsdóttir er oddviti framsóknarmanna í bæjarfélaginu. Mynd/Arnþór Birkisson
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ræða nú saman um myndun nýs meirihluta í Grindavík. Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti framsóknarmanna, segir að stefnumál framsóknar- og sjálfstæðismanna fari vel saman og þá sérstaklega í skólamálum og málefnum fatlaðra. Því hafi verið eðlilegt að líta til Sjálfstæðisflokksins varðandi meirihlutasamstarf.

Mikið hefur gengið á í bæjarpólitíkinni í Grindavík undanfarin fjögur ár og til að mynda fjórir meirihlutar verið myndaðir.

Framsóknarflokkurinn fékk tæplega 34% atkvæða í kosningunum og þrjá bæjarfulltrúa en var áður með tvo bæjarfulltrúa. Listi Grindvíkinga, nýtt framboð, fékk 25% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur einn og Samfylkingin einn.

Aðspurð hvort að ekki hafi komið til tals að ræða við G-listann sem fékk góða kosningu segir Bryndís að framsóknarmenn hafi ákveðið að ganga frekar til viðræðna við sjálfstæðismann í ljósi þess að stefna flokkanna í mörgum málaflokkum fari vel saman.

„Við ætlum að gefa okkur góðan tíma. Það er mjög mikilvægt að það komist ró á í stjórnmálin í Grindavík og þeir sem fari í meirihluta saman séu búnir að leysa úr ágreiningsmálum svo geir geti starfað saman af heilindum næstu fjögur árin," segir Bryndís.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×