Kolbeinn og félagar úr leik en fimm lið komust áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2010 22:19 Giuseppe Rossi og félagar í Villarreal tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Mynd/AP Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol. Utrecht komst í 3-1 á móti Napoli í riðli Liverpool en missti leikinn niður í jafntefli og er þar með út leik í keppninni. Liverpool er með 9 stig og er komið áfram og Steaua Búkarest er í 2. sæti með sex stig. Napoli er með 4 stig eins og Utrecht en hollenska liðið er með lakari innyrðisstöðu á móti bæði Steaua og Napoli og því er ljóst að liðið mun aldrei geta komist upp í 2. sæti K-riðilsins.Frá leik Dynamo Kiev og BATE Borisov í kvöld.Mynd/APParis Saint-Germain tryggði sér sæti í útsláttarkeppninni með 4-2 sigri á spænska liðinu Sevilla á heimavelli. Sevilla er þremur stigum á eftir PSG í öðru sæti J-riðils, einu stigi á undan Borussia Dortmund, sem vann 3-0 sigur á KR-bönunum í Karpaty Lviv. Sevilla og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni og fer sá leikur fram á Spáni. Úrslitin réðust í L-riðli, Porto tryggði sér sigur í riðlinum með 3-1 útisigri á Rapid Vín þar sem Falcao skoraði þrennu. Besiktas tryggði sér annað sætið með 2-1 útisigri á CSKA Sofia.Sparta Prag tryggði sér annað sætið í F-riðli með því að ná 2-2 jafntefli í Palermo en CSKA Moskva var búið að vinna riðilinn fyrir leiki kvöldsins. CSKA vann 5-1 stórsigur á Lausanne í kvöld. Villarreal tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 3-0 sigri á Dinamo Zagreb þar sem Giuseppi Rossi skoraði tvö mörk. PAOK hefði komist áfram með sigri á Club Brugge en Belgarnir jöfnuðu í blálokin og því keppa PAOK og Dinamo Zagreb um sæti í útsláttarkeppninni í lokaumferð riðilsins.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Edison Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli í kvöld.Mynd/APJ-riðill Borussia Dortmund-Karpaty Lviv 3-0 1-0 Shinji Kagawa (5.), 2-0 Mats Hummels (49.), 3-0 Robert Lewandowski (89.)Paris St Germain-Sevilla 4-2 1-0 Mathieu Bodmer (17.), 2-0 Guillaume Hoarau (20.), 2-1 Frederic Kanoute (32.), 2-2 Frederic Kanoute (36.), 3-2 Nené (45.), 4-2 Guillaume Hoarau (47.).D-riðill Villarreal-Dinamo Zagreb 3-0 1-0 Giuseppe Rossi (25.), 2-0 Marco Ruben (63.), 3-0 Giuseppe Rossi (80.)PAOK Thessaloniki-Club Brugge 1-1 1-0 Vieirinha (25.), 1-1 Stefan Scepovic (90.)F-riðill CSKA Moskva-Lausanne 5-1 1-0 Tomás Necid (18.), 2-0 Jabateh Oliseh Sekou (22.), 3-0 Zoran Tosic (40.), 4-0 Alan Dzagoev (71.), 5-0 Tomás Necid (82.), 5-1 Abdul Carrupt (90.).Palermo-Sparta Prag 2-2 1-0 Nicola Rigoni (23.), 1-1 Jiri Kladrubsky (51.), 2-1 Mauricio Pinilla (59.), 2-2 Juraj Kucka (62.)L-riðillCSKA Sofia-Besiktas 1-2 0-1 Tomas Zapotocny (59.), 0-2 Filip Holosko (64.), 1-2 Cilian Sheridan (79.)Rapid Vín-Porto 1-3 1-0 Christopher Trimmel (39.), 1-1 Falcao (42.), 1-2 Falcao (86.), 1-3 Falcao (88.) K-riðillUtrecht-Napoli 3-3 0-1 Edison Cavani (5.), 1-1 Ricky van Wolfswinkel (6.), 2-1 Ricky van Wolfswinkel (28.), 3-1 Frank Demouge (35.), 3-2 Edison Cavani (42.), 3-3 Edison Cavani (70.)Steaua Búkarest-Liverpool 1-1 0-1 Milan Jovanovic (19.), 1-1 Eder Bonfim (61.)E-riðillSheriff Tiraspol-AZ Alkmaar 1-1 0-1 Brett Holman (17.), 1-1 Florian Rouamba (54.) Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AZ og lék allan leikinn.Bate Borisov-Dynamo Kiev 1-4 0-1 Ognjen Vukojevic (16.), 0-2 Andriy Yarmolenko (43.), 0-3 Oleg Gusev (50.), 0-4 Artem Milevski (68.), 1-4 Pavel Nekhaychik (84.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Liverpool var ekki eina liðið sem tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld því fjögur önnur félög, Villarreal, Sparta Prag, Dynamo Kiev, Besiktas, eru einnig kominn áfram upp úr sínum riðlum. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í AZ Alkmaar eru hinsvegar úr leik eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Sheriff Tiraspol. Utrecht komst í 3-1 á móti Napoli í riðli Liverpool en missti leikinn niður í jafntefli og er þar með út leik í keppninni. Liverpool er með 9 stig og er komið áfram og Steaua Búkarest er í 2. sæti með sex stig. Napoli er með 4 stig eins og Utrecht en hollenska liðið er með lakari innyrðisstöðu á móti bæði Steaua og Napoli og því er ljóst að liðið mun aldrei geta komist upp í 2. sæti K-riðilsins.Frá leik Dynamo Kiev og BATE Borisov í kvöld.Mynd/APParis Saint-Germain tryggði sér sæti í útsláttarkeppninni með 4-2 sigri á spænska liðinu Sevilla á heimavelli. Sevilla er þremur stigum á eftir PSG í öðru sæti J-riðils, einu stigi á undan Borussia Dortmund, sem vann 3-0 sigur á KR-bönunum í Karpaty Lviv. Sevilla og Borussia Dortmund mætast í úrslitaleik í lokaumferðinni og fer sá leikur fram á Spáni. Úrslitin réðust í L-riðli, Porto tryggði sér sigur í riðlinum með 3-1 útisigri á Rapid Vín þar sem Falcao skoraði þrennu. Besiktas tryggði sér annað sætið með 2-1 útisigri á CSKA Sofia.Sparta Prag tryggði sér annað sætið í F-riðli með því að ná 2-2 jafntefli í Palermo en CSKA Moskva var búið að vinna riðilinn fyrir leiki kvöldsins. CSKA vann 5-1 stórsigur á Lausanne í kvöld. Villarreal tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 3-0 sigri á Dinamo Zagreb þar sem Giuseppi Rossi skoraði tvö mörk. PAOK hefði komist áfram með sigri á Club Brugge en Belgarnir jöfnuðu í blálokin og því keppa PAOK og Dinamo Zagreb um sæti í útsláttarkeppninni í lokaumferð riðilsins.Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Edison Cavani skoraði þrennu fyrir Napoli í kvöld.Mynd/APJ-riðill Borussia Dortmund-Karpaty Lviv 3-0 1-0 Shinji Kagawa (5.), 2-0 Mats Hummels (49.), 3-0 Robert Lewandowski (89.)Paris St Germain-Sevilla 4-2 1-0 Mathieu Bodmer (17.), 2-0 Guillaume Hoarau (20.), 2-1 Frederic Kanoute (32.), 2-2 Frederic Kanoute (36.), 3-2 Nené (45.), 4-2 Guillaume Hoarau (47.).D-riðill Villarreal-Dinamo Zagreb 3-0 1-0 Giuseppe Rossi (25.), 2-0 Marco Ruben (63.), 3-0 Giuseppe Rossi (80.)PAOK Thessaloniki-Club Brugge 1-1 1-0 Vieirinha (25.), 1-1 Stefan Scepovic (90.)F-riðill CSKA Moskva-Lausanne 5-1 1-0 Tomás Necid (18.), 2-0 Jabateh Oliseh Sekou (22.), 3-0 Zoran Tosic (40.), 4-0 Alan Dzagoev (71.), 5-0 Tomás Necid (82.), 5-1 Abdul Carrupt (90.).Palermo-Sparta Prag 2-2 1-0 Nicola Rigoni (23.), 1-1 Jiri Kladrubsky (51.), 2-1 Mauricio Pinilla (59.), 2-2 Juraj Kucka (62.)L-riðillCSKA Sofia-Besiktas 1-2 0-1 Tomas Zapotocny (59.), 0-2 Filip Holosko (64.), 1-2 Cilian Sheridan (79.)Rapid Vín-Porto 1-3 1-0 Christopher Trimmel (39.), 1-1 Falcao (42.), 1-2 Falcao (86.), 1-3 Falcao (88.) K-riðillUtrecht-Napoli 3-3 0-1 Edison Cavani (5.), 1-1 Ricky van Wolfswinkel (6.), 2-1 Ricky van Wolfswinkel (28.), 3-1 Frank Demouge (35.), 3-2 Edison Cavani (42.), 3-3 Edison Cavani (70.)Steaua Búkarest-Liverpool 1-1 0-1 Milan Jovanovic (19.), 1-1 Eder Bonfim (61.)E-riðillSheriff Tiraspol-AZ Alkmaar 1-1 0-1 Brett Holman (17.), 1-1 Florian Rouamba (54.) Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði AZ og lék allan leikinn.Bate Borisov-Dynamo Kiev 1-4 0-1 Ognjen Vukojevic (16.), 0-2 Andriy Yarmolenko (43.), 0-3 Oleg Gusev (50.), 0-4 Artem Milevski (68.), 1-4 Pavel Nekhaychik (84.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira