Foreldrar Kerans vita ekki hvernig þau komast af án heimahjúkrunar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. desember 2010 18:57 Heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna leggst af um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands. Foreldrar lítils drengs sem bundinn er við vélar allan sólarhringinn segjast ekki vita hvernig þau eigi að komast af án þjónustunnar. Að jafnaði veitir Heimahjúkrun barna um 80 til 60 langveikum og fötluðum börnum nauðsynlega aðhlynningu. Eitt þessara barna er Keran en hann er tuttugu mánaða sem glímir við illvígan taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur nær alveg lamað hann þótt vitsmunir hans séu rétt eins og annarra barna. Hann er bundinn við vélar allan sólarhrin ginn og fær heimsókn sérhæfðs hjúkrunarfræðings sex daga vikunnar sem dvelur í um þrjá tíma í senn hjá barninu. Enda er töluvert mál að búa hann undir svefn eða búa hann undir daginn. En á þessum myndum má sjá móður hans og hjúkrunarfræðing sjúga úr vitum hans en gæta þess um leið að hann fái súrefni en þannig byrjar hver dagur hjá honum. Þá má nefna að langveik börn þurfa mjög oft lyfjagjöf, hjúkrunarfræðingur getur sinnt henni en án aðstoðar hans þyrftu foreldrar að sækja þjónustu á spítalann. Jafnvel oft á dag með tilheyrandi fyrirhöfn þar sem erfitt getur reynst að flytja tæki sem börn eru tengd við auk þess sem hætta á sýkingum eykst við sjúkrahúsferðir. Keran tjáir sig með umli og augngotum. En hvernig sér hjúkrunarfræðingurinn fram á að fjölskyldur komist af án heimahjúkrunar? "Líf þessara fjölskyldna verður hrein hörmung, það er bara þannig," segir Björk Gísladóttir, barnahjúkrunarfræðingur sem annast Keran litla. Þá ber að nefna að þegar fjölskyldur þurfa að annast jafn mikið veikt barn og Keran getur aðeins annað foreldrið unnið úti. Þessar fjölskyldur hafa því yfirleitt minna á milli handanna en aðrar fjölskyldur og eru mjög bundnar yfir barninu. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala en lítið verið heima hjá sér. Án heimaþjónustunnar sé líka nær útilokað fyrir annað foreldrið að komast frá heimilinu yfir daginn, svo sem út í verslun. "Ef við fáum ekki heimaþjónustu verðum við alveg ein. Ég sé þá fram á að þurfa líka að hætta að vinna því það er tveggja manna verk að sinna svona mikið veiku barni," segir Óli Ásgeir Keransson, faðir Kerans litla. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala Þá benda þau á að Keran getur ekki tjáð sig nema með umli og augngotum sem þau þekkja nær ein. Starfsfólk gæti illmögulega náð að lesa úr tjáningu hans nema það þekkti hann mjög vel. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ætlast sé til þess að starfsemi heimahjúkrunar flytjist til heilsugæslunnar og Landspítalans eftir því sem við á. Hvorki framkvæmdastjóri heilsugæslunnar né Landspítalans kannast við að nokkrar viðræður hafi verið um málið. Þá veita heilsugæslur og spítalar yfirleitt mun dýrari þjónustu en heimaþjónustan. Í símaviðtali við fréttastofu viðurkenndi forstjóri Sjúkratrygginga að breytingin hefði líklega í för með sér tilfærslu á kostnaði milli stofnanna og skerðingu á þjónustu en 51 milljón vantaði til að hægt væri að reka heimaþjónustu barna. Hann neitaði því alfarið að um væri að ræða pólitískan leik til að reyna tryggja stofnuninni frekari frjármuni. Þá benti hann á að ef nauðsyn krefur getur fólk fengið þjónustu teymisins sem nú annast heimahjúkrun barna í allt að þrjá mánuði til viðbótar eða til 28. febrúar. Heilbrigðisráðherra hafði samband við fréttastofu vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis um ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að leggja niður heimahjúkrun við langveik og fötluð börn. Ráðherra vill koma því á framfæri að hann muni sjá til þess að þjónustan verði áfram veitt. Hins vegar er óljóst með hvaða sniði það verður eða hvort þjónustan verði skert. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Heimahjúkrun langveikra og fatlaðra barna leggst af um næstu mánaðarmót samkvæmt ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands. Foreldrar lítils drengs sem bundinn er við vélar allan sólarhringinn segjast ekki vita hvernig þau eigi að komast af án þjónustunnar. Að jafnaði veitir Heimahjúkrun barna um 80 til 60 langveikum og fötluðum börnum nauðsynlega aðhlynningu. Eitt þessara barna er Keran en hann er tuttugu mánaða sem glímir við illvígan taugahrörnunarsjúkdóm sem hefur nær alveg lamað hann þótt vitsmunir hans séu rétt eins og annarra barna. Hann er bundinn við vélar allan sólarhrin ginn og fær heimsókn sérhæfðs hjúkrunarfræðings sex daga vikunnar sem dvelur í um þrjá tíma í senn hjá barninu. Enda er töluvert mál að búa hann undir svefn eða búa hann undir daginn. En á þessum myndum má sjá móður hans og hjúkrunarfræðing sjúga úr vitum hans en gæta þess um leið að hann fái súrefni en þannig byrjar hver dagur hjá honum. Þá má nefna að langveik börn þurfa mjög oft lyfjagjöf, hjúkrunarfræðingur getur sinnt henni en án aðstoðar hans þyrftu foreldrar að sækja þjónustu á spítalann. Jafnvel oft á dag með tilheyrandi fyrirhöfn þar sem erfitt getur reynst að flytja tæki sem börn eru tengd við auk þess sem hætta á sýkingum eykst við sjúkrahúsferðir. Keran tjáir sig með umli og augngotum. En hvernig sér hjúkrunarfræðingurinn fram á að fjölskyldur komist af án heimahjúkrunar? "Líf þessara fjölskyldna verður hrein hörmung, það er bara þannig," segir Björk Gísladóttir, barnahjúkrunarfræðingur sem annast Keran litla. Þá ber að nefna að þegar fjölskyldur þurfa að annast jafn mikið veikt barn og Keran getur aðeins annað foreldrið unnið úti. Þessar fjölskyldur hafa því yfirleitt minna á milli handanna en aðrar fjölskyldur og eru mjög bundnar yfir barninu. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala en lítið verið heima hjá sér. Án heimaþjónustunnar sé líka nær útilokað fyrir annað foreldrið að komast frá heimilinu yfir daginn, svo sem út í verslun. "Ef við fáum ekki heimaþjónustu verðum við alveg ein. Ég sé þá fram á að þurfa líka að hætta að vinna því það er tveggja manna verk að sinna svona mikið veiku barni," segir Óli Ásgeir Keransson, faðir Kerans litla. Foreldrar Kerans litla og hjúrkunarfræðingurinn sem annast hann óttast að þessi breyting verði til þess að hann muni þurfa að búa langdvölum á spítala Þá benda þau á að Keran getur ekki tjáð sig nema með umli og augngotum sem þau þekkja nær ein. Starfsfólk gæti illmögulega náð að lesa úr tjáningu hans nema það þekkti hann mjög vel. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga segir að ætlast sé til þess að starfsemi heimahjúkrunar flytjist til heilsugæslunnar og Landspítalans eftir því sem við á. Hvorki framkvæmdastjóri heilsugæslunnar né Landspítalans kannast við að nokkrar viðræður hafi verið um málið. Þá veita heilsugæslur og spítalar yfirleitt mun dýrari þjónustu en heimaþjónustan. Í símaviðtali við fréttastofu viðurkenndi forstjóri Sjúkratrygginga að breytingin hefði líklega í för með sér tilfærslu á kostnaði milli stofnanna og skerðingu á þjónustu en 51 milljón vantaði til að hægt væri að reka heimaþjónustu barna. Hann neitaði því alfarið að um væri að ræða pólitískan leik til að reyna tryggja stofnuninni frekari frjármuni. Þá benti hann á að ef nauðsyn krefur getur fólk fengið þjónustu teymisins sem nú annast heimahjúkrun barna í allt að þrjá mánuði til viðbótar eða til 28. febrúar. Heilbrigðisráðherra hafði samband við fréttastofu vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis um ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að leggja niður heimahjúkrun við langveik og fötluð börn. Ráðherra vill koma því á framfæri að hann muni sjá til þess að þjónustan verði áfram veitt. Hins vegar er óljóst með hvaða sniði það verður eða hvort þjónustan verði skert.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira