Innlent

Eyjafjallajökull: Mælarnir stöðugir - ekkert að gerast

Eyjafjallajökull. Mynd tengist frétt ekki beint.
Eyjafjallajökull. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Veðurstofa Íslands hefur ekki fengið neinar hreyfingar á skjálftamæla í Eyjafjallajökli. „Við bíðum bara eftir því að heyra frá þeim sem eru upp á jökli ef eitthvað gerist," segir maður á vakt á spádeild.

Mikill gufustrókur hefur staðið upp úr öðrum katlinum í allan dag og er vel sjáanlegur, eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2. Svo virðist sem reykurinn er vatnsgufa úr öðrum katlinum, en vatn getur safnast saman þegar mikil rignin er á svæðinu.

Menn eru þó öllu viðbúnir á Veðurstofunni ef mælarnir fara að ókyrrast í kvöld og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×