Valur og Stjarnan mætast á sunnudaginn í úrslitum VISA bikars kvenna á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst kl. 16:00 en frá kl. 14:30 verður sannkölluð fjölskyldudagskrá á vegum Stjörnunnar og Vals við þjóðarleikvanginn.
Meðal þess sem verður í boði eru hoppukastalar fyrir yngri og eldri börn, skemmtiatriði og boltaþrautir, andlitsmálning fyrir stuðningsmenn félaganna auk þess sem boðið verður upp á grillaðar pylsur og Svala.
Allir stuðningsmenn beggja liða eru hvattir til að mæta tímanlega og byggja upp góða stemmningu fyrir þennan mikilvæga leik.
Valur og Stjarnan halda fjölskylduhátíð í kringum bikarúrslitaleikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
