Innlent

Sænskir skattgreiðendur til aðstoðar Kristjáni Ra og Árna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjánsson ereu þekktastir fyrir það að hafa sett á fót sjónvarpsstöðina Skjá einn.
Þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjánsson ereu þekktastir fyrir það að hafa sett á fót sjónvarpsstöðina Skjá einn.
Sænska ríkið þurfti að hlaupa undir bagga til að starfsmenn fyrirtækisins 3 Sagas, sem er í eigu félaganna Kristjáns Ra Kristjánssonar og Árna Þórs Vigfússonar, fengu greidd laun. Félagið, sem starfar á sviði leiklistar, hefur glímt við rekstrarvanda að undanförnu.

Starfsmennirnir fengu greidd laun í gær úr opinberum sjóði. Sænska ríkisútvarpið hefur fjallað töluvert um mál þeirra Kristjáns og Árna Þórs að undanförnu. Meðal annars hefur verið greint frá því að fjöldi starfsmanna fyrirtækisins, leikara og annarra, hafi ekki fengið greidd laun. En eftir síðustu helgi lofaði Kristján Ra því að starfsmennirnir fengu borgað á fimmtudegi. „Yfir hundrað manns hafa fengið greitt í dag," sagði Kristján Ra í samtali við sænska fjölmiðla í gær.

Þau laun voru greidd úr ábyrgðasjóði launa sem sænska ríkið heldur úti, að því er sænska ríkisútvarpið greindi frá. Eftir sem áður standa skuldamál 3 Sagas óleyst.

Vísir reyndi að ná tali af Kristjáni Ra Kristjánssyni í gær án árangurs.

Þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Kristjánsson eru þekktastir fyrir það að hafa komið að rekstri sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins um tíma.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×